Innlent

Út­hluta þing­sætum á morgun

Árni Sæberg skrifar
Landskjörstjórn úthlutar þingsætum á morgun.
Landskjörstjórn úthlutar þingsætum á morgun. Vísir/Vilhelm

Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn.

Í fréttatilkynningu frá landskjörstjórn verður umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verði í fyrirlestrasal Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eddu, að Arngrímsgötu 5, Reykjavík. 

Fundinn má sjá í beinu streymi hér á Vísi á morgun.

Upphaflega var boðað til úthlutunarfundar á föstudag í síðustu viku en honum var frestað að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi. Ástæðan var meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þurfti að úrskurða um.

Þá barst kjörstjórn í Kraganum beiðni um endurtalningu frá umboðsmanni Framsóknarflokksins en ekki var talin ástæða til að verða við henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×