„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 09:32 Finnur Freyr Stefánsson þekkir það betur en flestir að berjast um og, oftar en ekki, vinna titla. Núna tekst hann á við þá stöðu að vera með Val í fallsæti. vísir/Anton Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi. Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira