Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 07:32 Það gekk mun betur hjá Chelsea eftir að Marc Cucurella fór í þessa skó. Getty/Marc Atkins Spánverjinn Marc Cucurella rann tvisvar með ansi klaufalegum hætti í leik Chelsea og Tottenham í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og ætlar aldrei að nota sömu takkaskó aftur. Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina. Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina.
Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti