Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti, ís­hokkí og Lög­mál leiksins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
RB Leipzig etur kappi við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
RB Leipzig etur kappi við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Joern Pollex/Getty Images

Það er fámenn en afar góðmenn dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Sýnt verður beint frá þremur leikjum, tveimur í fótbolta og einum í íshokkí. Þá er umfjöllunarþáttur um NBA deildina einnig á dagskrá.

Vodafone Sport

16:55 - Eintracht Frankfurt og RB Leipzig mætast í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

19:50 - Northampton tekur á móti Peterborough í Championship deildinni á Englandi.

00:05 - Buffalo Sabres og Detroit Red Wings mætast á svellinu í NHL íshokkídeildinni.

Stöð 2 Sport 2

20:00 - Lögmál leiksins: Umfjöllunarþáttur um NBA deildina í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×