Fótbolti

Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Allir leikmenn Bayern fóru í fimmuna til að votta virðingu sína stuttu eftir að Beckenbauer lést. Nú hefur verið ákveðið að enginn muni aftur gera það.
Allir leikmenn Bayern fóru í fimmuna til að votta virðingu sína stuttu eftir að Beckenbauer lést. Nú hefur verið ákveðið að enginn muni aftur gera það. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images

Bayern München hefur ákveðið að heiðra minningu Franz Beckenbauer, sem lést í janúar á þessu ári, með því að banna leikmönnum liðsins að klæðast treyju númer fimm.

Beckenbauer, eða „Keisarinn“ (þý. Der Kaiser), eins og hann var oft kallaður er einn áhrifamesti knattspyrnumaður sögunnar. Hann er einn af aðeins þremur í sögunni sem hafa unnið heimsmeistaramótið bæði sem leikmaður og þjálfari, árin 1974 og 1980.

Á félagsliðaferli sínum lék hann lengst af með Bayern München. Hann varð fjórum sinnum deildarmeistari með félaginu og fagnaði sigri í Evrópubikarnum (forvera Meistaradeildarinnar) þrjú ár í röð frá 1974 til 1976.

Franz Beckenbauer í leik með Bayern Munchen.Werner OTTO/ullstein bild via Getty Images

Það er ekki algengt að treyjur séu settar á hilluna í Þýskalandi og þetta er í fyrsta sinn sem það er gert hjá Bayern München, sem er vel við hæfi enda um að ræða mestu goðsögn í sögu félagsins.

Enginn núverandi leikmaður Bayern klæðist treyju númer fimm, Benjamin Pavard var sá síðasti en hann fluttist til Inter Milan í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×