Innlent

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo í dag. Vísir/Vilhelm

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti tvo sem slösuðust í bíl­veltu í Fag­ur­hóls­mýri rétt fyrir hádegi á Reykjavíkurflugvöll og voru þeir fluttir þaðan á Landspítalann.

Þyrlan kom í bæinn um þrjúleytið. Mbl.is greindu fyrst frá.

„Þyrlan var kölluð út vegna bílveltu við Fagurhólsmýri rétt fyrir hádegi í dag og það voru tveir fluttir á Landspítalann,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisglæslunnar í samtali við Vísi.

Fagurhólsmýri er sunnan við Öræfajökul á Austurlandi.

„Þetta er alveg svolítið flug og veðrið ekkert til þess að hrópa húrra fyrir þannig þyrlan lenti um þrjú á Reykjavíkurflugvelli og sjúkrabílar fluttur þá slösuðu á Landspítalan,“ sagði Ásgeir.

Ásgeir gat ekki sagt til um ástand hinna slösuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×