Innlent

Um 60 á bráða­mót­töku í gær vegna hálku­slysa

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni. 
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.  Vísir/Baldur

Alls leituðu 60 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Mikil hálka hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég man ekki eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í tilkynningu á Facebook-síðu Landspítalans.

Þar kemur einnig fram að af þeim 60 sem leituðu til þeirra hafi 29 verið með beinbrot. Þá voru einnig dæmi um að fólk hefði fengið heilahristing eftir höfuðhögg í fallinu.

„Aðstæður undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu hafa verið einstaklega varasamar með tilliti til hálku og full ástæða til að minna fólk á að vera á varðbergi,“ segir í færslunni.


Tengdar fréttir

Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki

Töluverð hálka hefur myndast á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa. Hjólreiðafólk og gangandi eru allt annað en sáttir með stígahreinsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og víðar. 

Köld norðanátt og víða él

Lægðin sem olli leiðindaveðrinu austast á landinu í gær þokast nú til norðurs og grynnist smám saman. Hún beinir til okkar fremur kaldri norðan- og norðvestanátt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag og víða él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×