United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 08:31 Kath Phipps býður hér Sir Jim Ratcliffe velkominn til félagsins eftir að hann varð hlutaeignandi í félaginu. Getty/Manchester United Manchester United greindi frá fráfalli Kath Phipps á miðlum sínum í gær en hennar verður sárt saknað hjá þeim sem þekktu hana sem voru flestir sem hafa komið við sögu hjá félaginu undanfarna fimm áratugi. Margir fyrrum leikmenn félagsins hafa minnst Kath með miklum hlýleika og meðal þeirra er David Beckham. „Old Trafford verður aldrei aftur eins án bros þíns sem mætti okkur alltaf þegar við komum inn um dyrnar,“ skrifaði Beckham meðal annars á samfélagsmiðla sína. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Phipps var 85 ára gömul þegar hún lést en hún vann hjá félaginu í yfir 55 ár og var í alls konar störfum hjá United. Mikill vinur Sir Matt Busby Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún varð strax mikill og góður vinur knattspyrnustjórans Sir Matt Busby sem og stjörnuleikmanna eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Phipps sá meðal annars um að fá frá þeim eiginhandaráritanir og koma þeim til áhugasamra stuðningsmanna. Þau eyddu því oft miklum tíma saman enda vildu margir áritanir. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hún er frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Skipti ekki máli hver það var „Ef Kath átti einhvern tíman slæman dag þá sýndi hún það aldrei í vinnunni. Jákvæðni hennar gaf tóninn fyrir allt og alla á æfingasvæðinu og hún var alltaf tilbúin að hlusta á og hughreysta þá sem þurftu á því að halda. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru stórstjörnur, venjulegir starfsmenn eða fólk í heimsókn,“ segir í minningarorðum á síðu Manchester United. Árið 2023 kláraði hún sitt 55 ár hjá félaginu. Þegar hún missti eiginmann sinn þá mætti Sir Alex Ferguson með alla leikmenn sína í jarðarförina. Þeir stóðu allir við hlið hennar og studdu við hana á þessum erfiða degi. Það segir mikið um hversu mikils hún var metin hjá knattspyrnustjóranum og leikmönnum félagsins. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham) Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira
Margir fyrrum leikmenn félagsins hafa minnst Kath með miklum hlýleika og meðal þeirra er David Beckham. „Old Trafford verður aldrei aftur eins án bros þíns sem mætti okkur alltaf þegar við komum inn um dyrnar,“ skrifaði Beckham meðal annars á samfélagsmiðla sína. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Phipps var 85 ára gömul þegar hún lést en hún vann hjá félaginu í yfir 55 ár og var í alls konar störfum hjá United. Mikill vinur Sir Matt Busby Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún varð strax mikill og góður vinur knattspyrnustjórans Sir Matt Busby sem og stjörnuleikmanna eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Phipps sá meðal annars um að fá frá þeim eiginhandaráritanir og koma þeim til áhugasamra stuðningsmanna. Þau eyddu því oft miklum tíma saman enda vildu margir áritanir. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hún er frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Skipti ekki máli hver það var „Ef Kath átti einhvern tíman slæman dag þá sýndi hún það aldrei í vinnunni. Jákvæðni hennar gaf tóninn fyrir allt og alla á æfingasvæðinu og hún var alltaf tilbúin að hlusta á og hughreysta þá sem þurftu á því að halda. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru stórstjörnur, venjulegir starfsmenn eða fólk í heimsókn,“ segir í minningarorðum á síðu Manchester United. Árið 2023 kláraði hún sitt 55 ár hjá félaginu. Þegar hún missti eiginmann sinn þá mætti Sir Alex Ferguson með alla leikmenn sína í jarðarförina. Þeir stóðu allir við hlið hennar og studdu við hana á þessum erfiða degi. Það segir mikið um hversu mikils hún var metin hjá knattspyrnustjóranum og leikmönnum félagsins. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham)
Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira