Innlent

Hval­veiðar, málamiðlunarflokkur og „út­för“ lista­manns

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. leyfi til veiða á langreyðum til næstu fimm ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Bjarna og formann Landverndar sem gagnrýnir ákvörðunina harðlega.

Við höldum einnig áfram að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum og heyrum í varaformanni Flokks fólksins sem segir þau reiðubúin til málamiðlana.

Þá verður rætt við formann Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um nýtt stéttarfélag í veitingageiranum sem Sólveig Anna hefur sagt vera ekkert annað en svikamyllu og gervistéttarfélag. Við förum einnig yfir nýja skýrslu Amnesty International þar sem fullyrt er að hópmorð sé framið af ásettu ráði á Gasa og ræðum við Dag B. Eggertsson um fjölda útstrikana í nýafstöðnum kosningum.

Við hittum einnig leikkonuna Eddu Björgvins sem telur að fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna hafi farið batnandi og ræðum við annan listamann sem er ekki jafn sáttur. Rithöfundurinn Halldór Armand hlaut ekki listamannalaun og hefur raunar skipulagt eigin útför sem listamanns á opinberri framfærslu í kvöld. Við verðum í beinni þaðan og heyrum í Halldóri.

Þá verðum við einnig í beinni frá Akureyri þar sem ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð í dag og í Sportpakkanum verður rætt við nýjan njósnara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby hér á landi. Í Íslandi í dag skoðar Vala Matt leiðir til vellíðunar og kynnir sér nýja sjálfstyrkingaraðferð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: 

Klippa: Kvöldfréttir 5. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×