Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Leikföng liggja meðal braks eftir loftárás Ísraela við Muwassi flóttamannabúðirnar nærri Khan Younis á Gasa í morgun. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa lést að minnsta kosti 21 í árásinni. vísir/AP Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda. Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira