Lífið

Daníel Takefusa og Ás­dís Eva selja í­búð á eftir­sóttum stað

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Daníel Takefusa og Ásdís Eva eiga saman einn dreng.
Daníel Takefusa og Ásdís Eva eiga saman einn dreng. Daníel Takefusa

Daníel Takefusa Þórisson, leikari og verkfræðingur, og unnusta hans, Ásdís Eva Ólafsdóttir, forstjóri Arctic Circle og fyrirsæta, hafa sett íbúð sína við Ljósvallagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 79,9 milljónir.

Um er ræða vel skipulagða og endurnýjaða 87 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1940. 

Heimilið er innréttað á heillandi máta og er búið fallegum listaverkum og húsmunum. Þar má sjá blöndu af gömlum og nýjum húsgögnum sem eigninni skemmtilegan karakter.

Stofa, eldhús og borðstofa flæða saman í eitt í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð og útsýni yfir Hólavallagarð. 

Í eldhúsi er nýleg og stílhrein innrétting með góðu vinnuplássi.

Íbúðin er búin tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Útgengt er úr öðru herberginu á suðvestursvalir. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.