„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 15:01 Díana Dögg er sérlega spennt að mæta þeim þýsku. Vísir/Hulda Margrét Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. „Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
„Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira