Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 07:41 Starmer segir Bretland munu verða stöðugur og ábyrgur aðili á óvissutímum. AP/Stefan Rousseau Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira