Hugsaði lítið og stressaði sig minna Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 14:32 Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum í fyrra. Vísir/EPA „Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira