Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2024 14:11 Elísabet Jökulsdóttir sendir frá sér bókina Límonaði frá Díafani fyrir jólin. Vísir/vilhelm Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. Tilkynnt verður opinberlega um hverjir hlutu starfslaun listamanna á fimmtudagsmorgun. Listamennirnir sjálfir opinbera að hluta niðurstöðuna og heyrist meira í þeim sem ekki fengu en hinna sem anda léttar fyrir komandi ár. „Í fyrsta skipti í 20 ár; umsókn hafnað úr Listamannasjóði,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur í færslu á Facebook og ekki stendur á viðbrögðum frá vinum og vandamönnum. Elísabet hefur hlotið tólf mánaða laun mörg undanfarin ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona sem hefur nokkrum sinnum fengið þriggja mánaða listamannalaun er í áfalli. „Ég fékk ekki listamannalaun. Veit ekki hvað ég geri. Guð staðan er erfið hjá mér,“ segir Hulda. Ætlaði að harka af sér Sömu sögu er að segja af Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur sem hefur fjórum sinnum fengið listamannalaun undanfarna tæpa fjóra áratugi, samanlagt í 24 mánuði. „Ég ætlaði að harka af mér og taka ekki þátt í kvartkór listamanna sem ekki fá listamannalaun þetta árið en ég get ekki orða bundist yfir ákvörðunartextanum sem ber vott um fádæma fávísi jafnvel kvenfyrirlitningu því jú ég hef átt „slitróttan feril“ god damn it, því ég hef þurft að sjá mér og mínum börnum farborða án fyrirvinnu en samt alltaf á grundvelli listar hönnunar, listkennslu eða umhverfisfræðslu því að ég er jú hugmyndasmiður, grunngildi listarinnar er hugmyndavinna.“ Guðrún Arndís Tryggvadóttir. Í samanburði við aðrar umsóknir nægi núverandi áform ekki til úthlutunar. „Jú reyndar hef ég farið út fyrir þann ramma og starfað fyrir ríkið sem landvörður og yfirlandvörður en það hefur líka breytt sýn minni á mátt náttúrunnar og gert mig að betri listamanni, tel ég. Ég hef alltaf starfað sem listamaður meðfram hvers lags vörslu og kennslu og aldrei látið deigan síga.“ Brynja Baldursdóttir myndlistarkona og hönnuður fékk líka nei. „Ég fékk einmitt leiðinlega hrútskýringu. Ég er ekki frá því að betra hefði farið á því að hafa almennt/staðlað höfnunar bréf.“ Útleiga á íbúð verða listamannalaun Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður er orðinn vanur synjunum og blæs til tónleika af því tilefni, eða notar í það minnsta tækifærið til að minna á tónleika. Sigurður Guðmundsson fær ekki listamannalaun í ár. „Vei!! Í tilefni þess að hafa fengið enn eina synjunina um þessi umdeildu starfslaun, þá ætla ég bara að svei mér að halda tónleika á laugardaginn. Þeir verða haldnir á ÆGI220 í íshúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Miðaverð er hóflegt eða 4000kall. Leikin verða lög frá ýmsum tímum aðallega mín eigin. Allavega alveg pottþétt þetta sem fylgir. Vona að ég sjái ykkur sem flest. Hafnfirðingar og nærsveitungar sérstaklega hvattir til að mæta.“ Jón Ólafsson píanóleikari segir í athugasemd: „Við erum ekki nógu kúl.. Sækjum um saman næst. Tveir fyrir einn.“ Ólöf Sverrisdóttir leikkona og rithöfundur slær á létta strengi og segist hafa fengið listamannalaun. „Nei bara smá grín. Ef stórkostlega listakonan hún Sara Riel frænka mín fær ekki listamannalaun já og fleiri frábærir listamenn sem eru í listinni af lífi og sál þá væri ólíklegt að ég fengi þau. En mér finnst ég hafa fengið þau því mér tókst að leigja út íbúðina mína á meðan ég fer til útlanda í einn og hálfan mánuð.. það verða mín lístamannalaun..ætla eitthvað að skrifa og vikka út sjóndeildarhringinn.. Ég er þrátt fyrir allt lukkunar pamfíll,“ segir Ólöf með glasið hálffullt. Drífur sig í lax Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur lætur ekki deigan síga þrátt fyrir neitun. Júlía Margrét kýs að líta á það jákvæða í lífinu. „Ég fékk kannski ekki nein listamannalaun að þessu sinni en: - það er jólapeysudagur í vinnunni á föstudaginn - aðventan er uppáhaldsárstíminn minn - ég er búin að kaupa jólagjafir og rífa fram pínulitla jólatréð í sætu íbúðinni minni við sjóinn - annan í jólum verð ég í fínum kjól í Þjóðleikhúsinu þegar frumsýnt verður fyrsta leikritið sem ég þýði, á stóra sviðinu— with Hildur Baldursdóttir. - Forlagið gefur út skáldsögu eftir mig í maí sem ég er svo spennt að senda frá mér, og hún verður tileinkuð bestu mömmu í heimi sem ég ætla að verja jólunum með. Ég ætla ekki að kvarta. Dríf mig bara í lax.“ Ellefu daga laun per bók Valur Gunnarsson rithöfundur fékk líka nei. „Jæja, þá eru góðu tímarnir víst liðnir,“ segir Valur sem fékk þriggja mánaða ritlaun í fyrra. Hann ætlar þó ekki að gefast upp og lofar bók á næsta ári. Valur Gunnarsson stefnir ótrauður á bókaútgáfu á nýju ári þrátt fyrir neitun.Stöð 2/Arnar „Það var óheyrilegur lúxus að fá þriggja mánaða ritlaun í fyrra og dugði til að skrifa bók og vel það. Nú ganga erfiðari tímar í hönd. Samanlagt er ég búinn að skrifa átta bækur og fá þriggja mánaða ritlaun fyrir. Það gerir ellefu daga laun per bók en takist mér að skrifa aðra á næsta ári (sem ég mun gera), dettur þessi tala niður í tíu daga per bók.“ 1720 mánaðarlaun til skiptana Fram kemur í tilkynningu til listamanna að 1340 hafi sótt um listamannalaun og þeim verið úthlutað til 251 listamanns sem skipta með sér 1720 mánaðarlaunum. Í áherslum stjórnar listamannalauna fyrir næsta ár kemur fram að vinna og verkefni til grundvallar umsóknar sé í forgrunni. Matskvarðinn sem notaður er við úthlutun endurspegli þá áherslu og vegur lýsing á vinnu og verkefni 50%, ferill listamanns 30% og verk- og tíma áætlun 20%. Stjórn listamannlauna 2021-2024 Stjórn skipuð skv. 3. gr. laga nr. 57/2009 um lisamannalaun. Hlutverk stjórnarinnar er að gera tillögu til ráðherra um stefnu og áherslur við úthlutun listamannalauna til þriggja ára í senn og hafa eftirlit með að skilyrðunum sé fylgt. Stjórnin er þannig skipuð: Jónatan Garðarsson formaður, skipaður án tilnefningar, Kolbrún Ýr Einarsdóttir varaformaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, Eva María Árnadóttir tilnefnd af Listaháskóla Íslands. Varamenn eru: Vigdís Jakobsdóttir skipuð án tilnefningar, Guðmundur Helgason tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna, Árni Heimir Ingólfsson tilnefndur af Listaháskóla Íslands. „Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma. Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7% mánaða hvers sjóðs til nýliða. Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. Áhersla á nýliðun mun aukast á næstu árum með auknum fjölda mánaða til úthlutunar og verða 10% fyrir úthlutun ársins 2028,“ segir á vef Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Úthlutað er allt frá þremur mánuðum upp í tólf mánuði líkt og fyrri ár. Mánaðarleg upphæð listamannalauna árið 2024 var 538 þúsund krónur. Listamannalaun Bókmenntir Myndlist Leikhús Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Tilkynnt verður opinberlega um hverjir hlutu starfslaun listamanna á fimmtudagsmorgun. Listamennirnir sjálfir opinbera að hluta niðurstöðuna og heyrist meira í þeim sem ekki fengu en hinna sem anda léttar fyrir komandi ár. „Í fyrsta skipti í 20 ár; umsókn hafnað úr Listamannasjóði,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur í færslu á Facebook og ekki stendur á viðbrögðum frá vinum og vandamönnum. Elísabet hefur hlotið tólf mánaða laun mörg undanfarin ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona sem hefur nokkrum sinnum fengið þriggja mánaða listamannalaun er í áfalli. „Ég fékk ekki listamannalaun. Veit ekki hvað ég geri. Guð staðan er erfið hjá mér,“ segir Hulda. Ætlaði að harka af sér Sömu sögu er að segja af Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur sem hefur fjórum sinnum fengið listamannalaun undanfarna tæpa fjóra áratugi, samanlagt í 24 mánuði. „Ég ætlaði að harka af mér og taka ekki þátt í kvartkór listamanna sem ekki fá listamannalaun þetta árið en ég get ekki orða bundist yfir ákvörðunartextanum sem ber vott um fádæma fávísi jafnvel kvenfyrirlitningu því jú ég hef átt „slitróttan feril“ god damn it, því ég hef þurft að sjá mér og mínum börnum farborða án fyrirvinnu en samt alltaf á grundvelli listar hönnunar, listkennslu eða umhverfisfræðslu því að ég er jú hugmyndasmiður, grunngildi listarinnar er hugmyndavinna.“ Guðrún Arndís Tryggvadóttir. Í samanburði við aðrar umsóknir nægi núverandi áform ekki til úthlutunar. „Jú reyndar hef ég farið út fyrir þann ramma og starfað fyrir ríkið sem landvörður og yfirlandvörður en það hefur líka breytt sýn minni á mátt náttúrunnar og gert mig að betri listamanni, tel ég. Ég hef alltaf starfað sem listamaður meðfram hvers lags vörslu og kennslu og aldrei látið deigan síga.“ Brynja Baldursdóttir myndlistarkona og hönnuður fékk líka nei. „Ég fékk einmitt leiðinlega hrútskýringu. Ég er ekki frá því að betra hefði farið á því að hafa almennt/staðlað höfnunar bréf.“ Útleiga á íbúð verða listamannalaun Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður er orðinn vanur synjunum og blæs til tónleika af því tilefni, eða notar í það minnsta tækifærið til að minna á tónleika. Sigurður Guðmundsson fær ekki listamannalaun í ár. „Vei!! Í tilefni þess að hafa fengið enn eina synjunina um þessi umdeildu starfslaun, þá ætla ég bara að svei mér að halda tónleika á laugardaginn. Þeir verða haldnir á ÆGI220 í íshúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Miðaverð er hóflegt eða 4000kall. Leikin verða lög frá ýmsum tímum aðallega mín eigin. Allavega alveg pottþétt þetta sem fylgir. Vona að ég sjái ykkur sem flest. Hafnfirðingar og nærsveitungar sérstaklega hvattir til að mæta.“ Jón Ólafsson píanóleikari segir í athugasemd: „Við erum ekki nógu kúl.. Sækjum um saman næst. Tveir fyrir einn.“ Ólöf Sverrisdóttir leikkona og rithöfundur slær á létta strengi og segist hafa fengið listamannalaun. „Nei bara smá grín. Ef stórkostlega listakonan hún Sara Riel frænka mín fær ekki listamannalaun já og fleiri frábærir listamenn sem eru í listinni af lífi og sál þá væri ólíklegt að ég fengi þau. En mér finnst ég hafa fengið þau því mér tókst að leigja út íbúðina mína á meðan ég fer til útlanda í einn og hálfan mánuð.. það verða mín lístamannalaun..ætla eitthvað að skrifa og vikka út sjóndeildarhringinn.. Ég er þrátt fyrir allt lukkunar pamfíll,“ segir Ólöf með glasið hálffullt. Drífur sig í lax Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur lætur ekki deigan síga þrátt fyrir neitun. Júlía Margrét kýs að líta á það jákvæða í lífinu. „Ég fékk kannski ekki nein listamannalaun að þessu sinni en: - það er jólapeysudagur í vinnunni á föstudaginn - aðventan er uppáhaldsárstíminn minn - ég er búin að kaupa jólagjafir og rífa fram pínulitla jólatréð í sætu íbúðinni minni við sjóinn - annan í jólum verð ég í fínum kjól í Þjóðleikhúsinu þegar frumsýnt verður fyrsta leikritið sem ég þýði, á stóra sviðinu— with Hildur Baldursdóttir. - Forlagið gefur út skáldsögu eftir mig í maí sem ég er svo spennt að senda frá mér, og hún verður tileinkuð bestu mömmu í heimi sem ég ætla að verja jólunum með. Ég ætla ekki að kvarta. Dríf mig bara í lax.“ Ellefu daga laun per bók Valur Gunnarsson rithöfundur fékk líka nei. „Jæja, þá eru góðu tímarnir víst liðnir,“ segir Valur sem fékk þriggja mánaða ritlaun í fyrra. Hann ætlar þó ekki að gefast upp og lofar bók á næsta ári. Valur Gunnarsson stefnir ótrauður á bókaútgáfu á nýju ári þrátt fyrir neitun.Stöð 2/Arnar „Það var óheyrilegur lúxus að fá þriggja mánaða ritlaun í fyrra og dugði til að skrifa bók og vel það. Nú ganga erfiðari tímar í hönd. Samanlagt er ég búinn að skrifa átta bækur og fá þriggja mánaða ritlaun fyrir. Það gerir ellefu daga laun per bók en takist mér að skrifa aðra á næsta ári (sem ég mun gera), dettur þessi tala niður í tíu daga per bók.“ 1720 mánaðarlaun til skiptana Fram kemur í tilkynningu til listamanna að 1340 hafi sótt um listamannalaun og þeim verið úthlutað til 251 listamanns sem skipta með sér 1720 mánaðarlaunum. Í áherslum stjórnar listamannalauna fyrir næsta ár kemur fram að vinna og verkefni til grundvallar umsóknar sé í forgrunni. Matskvarðinn sem notaður er við úthlutun endurspegli þá áherslu og vegur lýsing á vinnu og verkefni 50%, ferill listamanns 30% og verk- og tíma áætlun 20%. Stjórn listamannlauna 2021-2024 Stjórn skipuð skv. 3. gr. laga nr. 57/2009 um lisamannalaun. Hlutverk stjórnarinnar er að gera tillögu til ráðherra um stefnu og áherslur við úthlutun listamannalauna til þriggja ára í senn og hafa eftirlit með að skilyrðunum sé fylgt. Stjórnin er þannig skipuð: Jónatan Garðarsson formaður, skipaður án tilnefningar, Kolbrún Ýr Einarsdóttir varaformaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, Eva María Árnadóttir tilnefnd af Listaháskóla Íslands. Varamenn eru: Vigdís Jakobsdóttir skipuð án tilnefningar, Guðmundur Helgason tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna, Árni Heimir Ingólfsson tilnefndur af Listaháskóla Íslands. „Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma. Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7% mánaða hvers sjóðs til nýliða. Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. Áhersla á nýliðun mun aukast á næstu árum með auknum fjölda mánaða til úthlutunar og verða 10% fyrir úthlutun ársins 2028,“ segir á vef Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Úthlutað er allt frá þremur mánuðum upp í tólf mánuði líkt og fyrri ár. Mánaðarleg upphæð listamannalauna árið 2024 var 538 þúsund krónur.
Stjórn listamannlauna 2021-2024 Stjórn skipuð skv. 3. gr. laga nr. 57/2009 um lisamannalaun. Hlutverk stjórnarinnar er að gera tillögu til ráðherra um stefnu og áherslur við úthlutun listamannalauna til þriggja ára í senn og hafa eftirlit með að skilyrðunum sé fylgt. Stjórnin er þannig skipuð: Jónatan Garðarsson formaður, skipaður án tilnefningar, Kolbrún Ýr Einarsdóttir varaformaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, Eva María Árnadóttir tilnefnd af Listaháskóla Íslands. Varamenn eru: Vigdís Jakobsdóttir skipuð án tilnefningar, Guðmundur Helgason tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna, Árni Heimir Ingólfsson tilnefndur af Listaháskóla Íslands.
Listamannalaun Bókmenntir Myndlist Leikhús Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira