„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2024 19:45 Björn Leví og Willum Þór verða ekki þingmenn á nýju kjörtímabili. Vísir Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira