Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2024 23:39 Bjarni var sáttur eftir fyrstu tölur. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira