Fullt af möguleikum í þessu Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 14:03 Andrea Jacobsen hleður í skot VÍSIR / PAWEL Andrea Jacobsen er spennt fyrir komandi leikjum hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Innsbruck. Liðið mætir Úkraínu í kvöld. „Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira