Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. nóvember 2024 07:10 Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar