Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:42 Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í kvöld og var valin maður leiksins. Getty/Christina Pahnke „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09