Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2024 07:00 Rúben Amorim var ánægður með hugarfar Manchester United gegn Bodø/Glimt. getty/Gareth Copley Rúben Amorim fagnaði sínum fyrsta sigri sem knattspyrnustjóri Manchester United þegar liðið lagði Bodø/Glimt að velli, 3-2, í Evrópudeildinni í kvöld. Portúgalinn var ánægður með viðtökurnar sem hann fékk í fyrsta leik sínum á Old Trafford. United komst yfir eftir aðeins 49 sekúndur með marki Alejandros Garnacho en Bodø/Glimt svaraði með tveimur mörkum. Rasmus Højlund reyndist svo hetja Rauðu djöflanna en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta var rússíbani. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur tvö mörk eftir tvær skyndisóknir,“ sagði Amorim. „Ég var hrifinn af því hvernig leikmennirnir reyndu að spila okkar leik. Stundum unnum við boltann og höfum átt það til að gefa hann frá okkur of oft. Við viljum halda boltanum. Þeir eru að reyna og ég held að við höfum átt sigurinn skilið.“ Amorim stýrði United í fyrsta sinn á Old Trafford í kvöld. Hann var ánægður með það hvernig sem stuðningsmenn United tóku á móti honum. „Hálf stúkan þekkir mig ekki. Ég kom frá Portúgal og hef ekki gert neitt fyrir þetta félag. En það var einstakt hvernig þeir buðu mig velkominn. Ég mun ekki gleyma þessu,“ sagði sá portúgalski. Næsti leikur United er gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Evrópudeild UEFA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Sjá meira
United komst yfir eftir aðeins 49 sekúndur með marki Alejandros Garnacho en Bodø/Glimt svaraði með tveimur mörkum. Rasmus Højlund reyndist svo hetja Rauðu djöflanna en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta var rússíbani. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur tvö mörk eftir tvær skyndisóknir,“ sagði Amorim. „Ég var hrifinn af því hvernig leikmennirnir reyndu að spila okkar leik. Stundum unnum við boltann og höfum átt það til að gefa hann frá okkur of oft. Við viljum halda boltanum. Þeir eru að reyna og ég held að við höfum átt sigurinn skilið.“ Amorim stýrði United í fyrsta sinn á Old Trafford í kvöld. Hann var ánægður með það hvernig sem stuðningsmenn United tóku á móti honum. „Hálf stúkan þekkir mig ekki. Ég kom frá Portúgal og hef ekki gert neitt fyrir þetta félag. En það var einstakt hvernig þeir buðu mig velkominn. Ég mun ekki gleyma þessu,“ sagði sá portúgalski. Næsti leikur United er gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Sjá meira