Handbolti

Heimaliðin byrja vel á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Petra Fuzi-Tovizi og Bugu Sonmez í baráttu í leik Ungverjalands og Tyrklands á EM kvenna í handbolta.
Petra Fuzi-Tovizi og Bugu Sonmez í baráttu í leik Ungverjalands og Tyrklands á EM kvenna í handbolta. epa/Zsolt Czegledi

Austurríki og Ungverjaland fóru vel af stað á EM kvenna í handbolta en fyrstu þremur leikjum mótsins er lokið.

Mótið fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Austurríska og ungverska liðið unnu bæði örugga sigra í kvöld sem og það spænska.

Austurríki vann þrettán marka sigur á Slóvakíu í E-riðli, 37-24. Í seinni leik dagsins í riðlinum mæta Evrópumeistarar Noregs Slóveníu. E-riðilinn er leikinn í Innsbruck í Austurríki.

Ungverjar sigruðu Tyrki, 30-24, í Debrechen í A-riðli. Ungverska vörnin var gríðarlega þétt í fyrri hálfleik en þá skoraði tyrkneska liðið aðeins átta mörk. Á meðan gerði Ungverjaland þrettán.

Þá bar Spánn sigurorð af nágrönnum sínum í Portúgal, 30-24, í C-riðli sem er leikinn í Basel í Sviss. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en í seinni hálfleik tóku Spánverjar fram úr og unnu öruggan sex marka sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×