Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 15:19 Utanríkisráðuneytið Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu vegna mikilla breytinga og aukinnar spennu í sviði alþjóðasamskipta á undanförnum árum. Þátttaka Íslands í starfi Atlantshafsbandalagsins hefur verið aukin og hefur sérstök áhersla verið lögð á öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum, svo eitthvað sé nefnt. Þá er unið að því að efla loftýmisgæslu NATO hér á landi með þátttöku fleiri ríkja og með styttri æfinga- og eftirlitsverkefnum flugherja bandalagsríkja. Einnig hefur verið lögð áhersla á stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa í gegnum sjóði NATO og einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu varnarmála hér á landi og er þar gert grein fyrir helstu aðgerðum íslands til að efla viðbúnað hér á landi og samstarf um öryggis- og varnarmál. Þar er einnig farið yfir stuðning íslenskra yfirvalda við Úkraínu. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í skýrsluna sem lesa má hér. Aukið samstarf Í skýrslu ráðuneytisins segir að svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og á það sérstaklega við norræna samstarfið NORDEFCO, samstarf á vettvangi sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) og við helstu grannríki Íslands. „Svæðisbundin varnarsamvinna er mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Styrkur svæðisbundna varnarsamstarfsins er að þátttökuríkin deila svæðisbundnum öryggisáskorunum og þekkja vel til aðstæðna og getu hvert annars og geta þannig brugðist hratt við spennuástandi eða hvers kyns áskorunum,“ segir í skýrslunni. Sjá einnig: Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Þar segir einnig að unnið hafi verið að því að auka samstarf við grannríki og önnur ríki sem deila sameiginlegum öryggishagsmunum á norðurslóðum. Það skipti miklu máli fyrir skjót viðbrögð og fælingu í nágrenni Íslands. Nýta smæðina í stuðningi við Úkraínu Þegar kemur að stuðningi við Úkraínu segir í skýrslunni að stuðningur við varnarbaráttu Úkraínumanna vegna innrásar Rússa sé forgangsmál fyrir öryggi Evrópu. Ríki NATO og önnur lýðræðisríki hafi litið á stuðninginn sem hluta af viðbúnaði og aðgerðum í öryggis- og varnarmálum. „Frá upphafsdögum stríðsins hefur Ísland lagt sig fram við að styðja varnarbaráttu Úkraínu með málsvarastarfi í alþjóðastofnunum, þátttöku í þvingunaraðgerðum, mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þegar kemur að framlagi Íslands segir í skýrslunni að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á að nýta kraft smæðarinnar, tryggja skjót viðbrögð og sveigjanleika. Ísland hafi sýnt mikið frumkvæði og tekist á hendur ný verkefni, eins og að setja á fót þjálfunarverkefni og vinna með öðrum að innkaupum á hergögnum og búnaði. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Íslandi hefur lagt fé í margvíslega fjölþjóðasjóði sem nýttir hafa verið til að kaupa hergögn, annan búnað og til að styðja við þjálfunarverkefni. Stærstu framlög Íslands hafa farið í stuðningssjóð NATO vegna kaupa á vetrarbúnaði, rafstöðvum og búnaði fyrir konur í úkraínska hernum og alþjóðlegan sjóð á vegum Breta sem notaður hefur verið til kaupa á hergögnum. Þá leiðir Ísland, ásamt Litháen, ríkjahóp sem stendur fyrir verkefni sem snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í því að finna og eyða sprengjum í Úkraínu. Þá hafa úkraínskir sjóliðar fengið þjálfun um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og hafa Íslendingar þjálfað úkraínska hermenn í bráðameðferð á stríðssvæðum. Ísland tekur einnig þátt í starfi hóps sem styður aðgerðir í netvörnum. Um hundrað manns starfa við varnarmál Að endingu snýr skýrslan að viðbúnaði og vörnum hér á Íslandi. Er vísað til vinnu við að auka varnarbúnað í samstarfi við Bandaríkin, NATO og helstu samstarfsríki Íslands. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins er sögð hafa verið efld með ráðningu sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en þar starfa einnig tengiliðir og fulltrúar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og CERT-IS. Um hundrað manns starfa, beint eða óbeint, við varnarmál á vegum Íslands. Það er bæði hér á landi og erlendis. Vísað er til þess að aðildarríki NATO hafi skuldbundið sig til að verja að lágmarki tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka framlög til málaflokksins hér á landi. Þrátt fyrir að Ísland sé óhefðbundin sökum herleysis. Þessi auknu framlög eru sögð fara til áðurnefndrar aukinnar þátttöku í varnarsamvinnu, eflingar innlends viðbúnaðar og til styrkingar varnartengdra innviða. Sérstaklega sé horft til verkefna og fjárfestinga sem geti nýst bæði í borgaralegum og í hernaðarlegum tilgangi. Meðal þess sem nefnt er í þessu samhengi eru umfangsmiklar umbættur og framkvæmdir á varnarinnviðum sem snúa að eftirliti við Ísland sem standa nú yfir og munu halda áfram á næstu árum. Uppbygging á gistirými fyrir erlendan liðsafla, bygging birgðageymslu og stækkun flughlaða. Þá sé unnið að uppbyggingu stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit og ýmsu öðru. Verkefnin eru sögðu að mestum hluta fjármögnuð af stjórnvöldum Bandaríkjanna og sjóðum NATO. Einnig kemur fram í skýrslunni að unnið hafi verið að fjölgun æfinga á Íslandi og umhverfis eyjuna, enda séu þær mikilvægur liður í fælingarstefnu. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þá er unið að því að efla loftýmisgæslu NATO hér á landi með þátttöku fleiri ríkja og með styttri æfinga- og eftirlitsverkefnum flugherja bandalagsríkja. Einnig hefur verið lögð áhersla á stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa í gegnum sjóði NATO og einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu varnarmála hér á landi og er þar gert grein fyrir helstu aðgerðum íslands til að efla viðbúnað hér á landi og samstarf um öryggis- og varnarmál. Þar er einnig farið yfir stuðning íslenskra yfirvalda við Úkraínu. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í skýrsluna sem lesa má hér. Aukið samstarf Í skýrslu ráðuneytisins segir að svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og á það sérstaklega við norræna samstarfið NORDEFCO, samstarf á vettvangi sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) og við helstu grannríki Íslands. „Svæðisbundin varnarsamvinna er mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Styrkur svæðisbundna varnarsamstarfsins er að þátttökuríkin deila svæðisbundnum öryggisáskorunum og þekkja vel til aðstæðna og getu hvert annars og geta þannig brugðist hratt við spennuástandi eða hvers kyns áskorunum,“ segir í skýrslunni. Sjá einnig: Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Þar segir einnig að unnið hafi verið að því að auka samstarf við grannríki og önnur ríki sem deila sameiginlegum öryggishagsmunum á norðurslóðum. Það skipti miklu máli fyrir skjót viðbrögð og fælingu í nágrenni Íslands. Nýta smæðina í stuðningi við Úkraínu Þegar kemur að stuðningi við Úkraínu segir í skýrslunni að stuðningur við varnarbaráttu Úkraínumanna vegna innrásar Rússa sé forgangsmál fyrir öryggi Evrópu. Ríki NATO og önnur lýðræðisríki hafi litið á stuðninginn sem hluta af viðbúnaði og aðgerðum í öryggis- og varnarmálum. „Frá upphafsdögum stríðsins hefur Ísland lagt sig fram við að styðja varnarbaráttu Úkraínu með málsvarastarfi í alþjóðastofnunum, þátttöku í þvingunaraðgerðum, mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þegar kemur að framlagi Íslands segir í skýrslunni að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á að nýta kraft smæðarinnar, tryggja skjót viðbrögð og sveigjanleika. Ísland hafi sýnt mikið frumkvæði og tekist á hendur ný verkefni, eins og að setja á fót þjálfunarverkefni og vinna með öðrum að innkaupum á hergögnum og búnaði. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Íslandi hefur lagt fé í margvíslega fjölþjóðasjóði sem nýttir hafa verið til að kaupa hergögn, annan búnað og til að styðja við þjálfunarverkefni. Stærstu framlög Íslands hafa farið í stuðningssjóð NATO vegna kaupa á vetrarbúnaði, rafstöðvum og búnaði fyrir konur í úkraínska hernum og alþjóðlegan sjóð á vegum Breta sem notaður hefur verið til kaupa á hergögnum. Þá leiðir Ísland, ásamt Litháen, ríkjahóp sem stendur fyrir verkefni sem snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í því að finna og eyða sprengjum í Úkraínu. Þá hafa úkraínskir sjóliðar fengið þjálfun um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og hafa Íslendingar þjálfað úkraínska hermenn í bráðameðferð á stríðssvæðum. Ísland tekur einnig þátt í starfi hóps sem styður aðgerðir í netvörnum. Um hundrað manns starfa við varnarmál Að endingu snýr skýrslan að viðbúnaði og vörnum hér á Íslandi. Er vísað til vinnu við að auka varnarbúnað í samstarfi við Bandaríkin, NATO og helstu samstarfsríki Íslands. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins er sögð hafa verið efld með ráðningu sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en þar starfa einnig tengiliðir og fulltrúar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og CERT-IS. Um hundrað manns starfa, beint eða óbeint, við varnarmál á vegum Íslands. Það er bæði hér á landi og erlendis. Vísað er til þess að aðildarríki NATO hafi skuldbundið sig til að verja að lágmarki tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka framlög til málaflokksins hér á landi. Þrátt fyrir að Ísland sé óhefðbundin sökum herleysis. Þessi auknu framlög eru sögð fara til áðurnefndrar aukinnar þátttöku í varnarsamvinnu, eflingar innlends viðbúnaðar og til styrkingar varnartengdra innviða. Sérstaklega sé horft til verkefna og fjárfestinga sem geti nýst bæði í borgaralegum og í hernaðarlegum tilgangi. Meðal þess sem nefnt er í þessu samhengi eru umfangsmiklar umbættur og framkvæmdir á varnarinnviðum sem snúa að eftirliti við Ísland sem standa nú yfir og munu halda áfram á næstu árum. Uppbygging á gistirými fyrir erlendan liðsafla, bygging birgðageymslu og stækkun flughlaða. Þá sé unnið að uppbyggingu stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit og ýmsu öðru. Verkefnin eru sögðu að mestum hluta fjármögnuð af stjórnvöldum Bandaríkjanna og sjóðum NATO. Einnig kemur fram í skýrslunni að unnið hafi verið að fjölgun æfinga á Íslandi og umhverfis eyjuna, enda séu þær mikilvægur liður í fælingarstefnu.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira