Lífið

Ein­stakur garður í Mos­fells­bænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur garður við Súluhöfða í Mosfellsbæ.
Fallegur garður við Súluhöfða í Mosfellsbæ.

Garðurinn er mikilvægur fyrir marga. Sumir hafa ráðist í miklar framkvæmdir til að hafa það sem allra best í garðinum og njóta þess sem íslenskt veðurfar hefur upp á að bjóða.

Gulli Byggir skellti sér í heimsókn til Eiríks Garðars Einarssonar sem hefur komið sér vel fyrir í einbýlishúsi við Súluhöfða í Mosfellsbæ. Hann réðist í heljarinnar framkvæmdir í garðinum og má með sanni segja að hann hafi látið taka það í gegn frá a-ö. Eiríkur á og rekur fyrirtækið Garðaþjónustan þín.

Björn Jóhannsson er hér til vinstri og Eiríkur Garðar til hægri.

Þar er útieldhús, gufa, heitur og kaldur pottur, eldstæði og margt fleira.

Það var landslagsarkitektinn Björn Jóhannsson sem hannaði garðinn en hann gerði slíkt hið sama hjá Pétri Jóhanni Sigfússyni í síðustu seríu af Gulla Byggi.

Innslagið um garðinn í Mosfellsbænum rataði ekki í þættina Gulla Byggi og er því frumsýnt hér á Vísi og má horfa á það hér að neðan.

Klippa: Einstakur garður í Mosfellsbænum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.