Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 15:59 Júlí Heiðar og Ágúst Þór eru meðal þeirra tíu keppenda sem taka þátt í undankeppni Söngvakeppninnar. Tónlistarmennirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Ágúst Þór Brynjarsson eru meðal þeirra sem munu stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Þeir eru meðal tíu keppenda sem eygja von um að verða fulltrúar Íslands í Eurovision. Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum. Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi og borguðu fyrir hann tuttugu þúsund krónur Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum.
Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi og borguðu fyrir hann tuttugu þúsund krónur Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Sjá meira
„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04
Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00
Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01