Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:00 Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur? Viðreisn varð til sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og hefur í þingstörfum á undanförnum árum talað fyrir því að skera niður samneyslu og lækka útgjöld ríkisins. Minna hefur þar farið fyrir hugmyndum um hvernig megi ná fram stórkostlegri lækkun á útgjöldum ríkisins án þess að gengið verði nærri þeirri grunnþjónustu sem mikill meirihluti allra ríkisútgjalda er varið til. Eitt helsta slagorð Viðreisnar er „hægri hagstjórn- vinstri velferð“. Í praxís hefur hægri hagstjórn aldrei þýtt annað en skattalækkanir á þá efnuðustu í nafni „frelsis“ eða „atvinnulífsins“. Hagstjórnarstefna hægrimanna hefur líka iðulega snúist um að ríkisfjármálum skuli ekki beitt til sveiflujöfnunar í hagkerfinu. Það síðasta sem við þurfum núna er slík hagstjórn. Í nýlegum hlaðvarpi sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, ein forystukona Viðreisnar að það væri ekki endilega hlutverk skattkerfisins að jafna kjör fólks. Ef slík viðhorf í skattamálum verða ofan á mun það þýða aukinn ójöfnuður og veikari tekjugrunnur ríkisins. Ef ekki er vilji til að afla tekna með stighækkandi sköttum á hæstu tekjur, þá er „vinstri velferð“ að norrænni fyrirmynd ómöguleg. Sterkt velferðarkerfi kostar nefnilega peninga. Viðreisn talar fyrir því að selja ríkiseigur og banka til að fjármagna óskýr loforð sín um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Verandi fjölskyldumóðir hljómar þetta fyrir mér eins og ég ætli að selja húsgögnin og fötin mín til þess að eiga fyrir föstum mánaðarlegum útgjöldum. Það segir sig sjálft að húsið verður tómt á endanum. Hvernig ætlarðu að fjármagna heilbrigðiskerfið eða efla kosningaloforð um öflugri úrræði fyrir börn með því að selja ríkiseigur? Hvaða eignir verða seldar þegar búið er að selja Íslandsbankann og Landsbankann? Þetta er eins og að selja mjólkurkúna. Það gengur því ekki upp að fjármagna varanleg rekstrarútgjöld til heilbrigðismála með eignasölu. Það er hægri hagstjórn eins og hún gerist verst. Er nóg að tryggja börnum ódýrari sálfræðitíma líkt og Viðreisn boðar? Börn sem alast upp við fátækt eru 3-4 sinnum líklegri til að greinast með geðröskun en börn sem eiga foreldra í efstu tekjutíundunum. Það þýðir ekki að senda fátækt barn í sálfræðitíma í klukkutíma á viku og láta barnið svo fara heim þar sem það fær ekki að borða eða fær ekki að taka þátt í tómstundum með vinum sínum. Líðan okkar er oftast nær afsprengi aðstæðna sem við búum við, eða bjuggum við í æsku eða samfélagsins sem við búum í. Það sýna ótal rannsóknir, en Viðreisn fjallar um geðheilbrigði barna í tómarúmi eins og það hafi ekkert að gera með ójöfnuð og stéttarstöðu. Hægri efnahagsstjórn getur ekki tekið á slíkum vanda svo að það virki, það sýna rannsóknir. Vinstri velferð er vinstri því henni fylgir vinstri efnahagsstjórn. Ég sé þetta skýrt í mínum störfum á heilsugæslu þar sem ég vinn hér í Noregi, að þeir sem eru mest hjálparþurfi eru þeir sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða gerðu það í æsku. Ábyrg efnahagsstjórn í anda jafnaðarmennsku eins og Kristrún Frostadóttir boðar er þar mikilvæg forvörn til að koma í veg fyrir að börn búi við erfiðar aðstæður sem bitnar á geðheilsu þeirra. Það er því ekkert til sem heiti jöfn tækifæri án jöfnuðar. Hægri hagstjórn þýðir nefnilega meiri ójöfnuður, því þeir ríkustu fá meira í eigin vasa, m.a. ríkiseignir sem Viðreisn vill selja. Aukinn ójöfnuður þýðir meiri þörf á velferðarþjónustu því þegar ójöfnuður eykst, eykst fátækt og fátækt fylgja oft félagsleg og heilsufarsleg vandamál. Við erum búin að sjá allt of mörg börn deyja á árinu, en slíkar hörmungar aukast gjarnan í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill því ofbeldi og áhættuhegðun er meiri í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Eftir að hafa hlustað á Kristrúnu Frostadóttur og annað forystufólk Samfylkingarinnar undanfarnar vikur þá er skýrt að flokkurinn hefur alla burði til þess að leiða breytingar í íslensku samfélagi. Þess vegna verður Samfylkingin að vinna þessar kosningar, taka við stjórnarmyndunarumboðinu og mynda sterka ríkisstjórn á Íslandi. Mér finnst flokkurinn eiga þessa kosningabaráttu. Það er hreinn unaður að hlusta á Kristrúnu í viðtölum, þvílíkur leiðtogi sem hún er fyrir jafnaðarmenn á Íslandi. Hún sýndi það í nýlegu viðtali á Heimildinni í vikunni, að hún skilur raunveruleika venjulegs fólks, um land allt. Hún er svo sannarlega búin að breyta flokknum í norrænan verkamannaflokk, það sé ég búandi í Noregi. Systurflokkur Samfylkingarinnar hér hefur lækkað skattbyrðina hjá minni fjölskyldu (par í millistétt með lítið barn) síðan flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir þremur árum. Þá eru leikskólagjöld og annar kostnaður tengdur barnafjölskyldum líka búinn að lækka í þeirra stjórnartíð og stýrivextir náðu hámarki í 4,5%. Samfylkingin er líka með kanónur í hverju sæti. Verandi menntuð í heilsueflingu finnst mér geggjað að fá Ölmu Möller í forsvar fyrir flokkinn, það eru alltof fáir stjórnmálamenn á Íslandi sem hafa nægan skilning á því hvernig hægt er að bæta lýðheilsu. Ef einhver ætti að geta unnið að bættri geðheilsu landans, þá er það hún. Samfylkingin er bersýnilega eini flokkurinn sem er búinn að vinna heimavinnuna sína, eini flokkurinn sem getur sagt hvað hann ætlar að gera, af hverju hann ætlar að gera það og hvernig hann ætlar að fjármagna það. Það byggir hann á samtali sínu við fólkið í landinu. Það gerir flokkinn trúverðugan, velgengni hans má því skýra með þrotlausri vinnu forystunar, en ekki stemmingu. Jafnaðarmenn veigra sér heldur ekki við því að rökræða hvers vegna ekki sé nóg að fara betur með fé heldur þurfi líka að afla tekna með sanngjörnum hætti. Mér finnst fáir eiga roð í flokkinn með loforðum sínum um að gera allt fyrir alla án þess að geta sagt hvernig þeir ætla gera það. Samfylkingin á svo sannarlega skilið að uppskera vel í þessum kosningum, enda er Kristrún Frostadóttir búin að breyta íslenskum stjórnmálum til hins betra og hún á góða kosningu skilið fyrir það að gera stjórnmálin trúverðug á ný. Höfundur brennur fyrir lýðheilsu og velferð launafólks. Er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í heilsueflingu og heilsusálfræði og vinnur sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur? Viðreisn varð til sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og hefur í þingstörfum á undanförnum árum talað fyrir því að skera niður samneyslu og lækka útgjöld ríkisins. Minna hefur þar farið fyrir hugmyndum um hvernig megi ná fram stórkostlegri lækkun á útgjöldum ríkisins án þess að gengið verði nærri þeirri grunnþjónustu sem mikill meirihluti allra ríkisútgjalda er varið til. Eitt helsta slagorð Viðreisnar er „hægri hagstjórn- vinstri velferð“. Í praxís hefur hægri hagstjórn aldrei þýtt annað en skattalækkanir á þá efnuðustu í nafni „frelsis“ eða „atvinnulífsins“. Hagstjórnarstefna hægrimanna hefur líka iðulega snúist um að ríkisfjármálum skuli ekki beitt til sveiflujöfnunar í hagkerfinu. Það síðasta sem við þurfum núna er slík hagstjórn. Í nýlegum hlaðvarpi sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, ein forystukona Viðreisnar að það væri ekki endilega hlutverk skattkerfisins að jafna kjör fólks. Ef slík viðhorf í skattamálum verða ofan á mun það þýða aukinn ójöfnuður og veikari tekjugrunnur ríkisins. Ef ekki er vilji til að afla tekna með stighækkandi sköttum á hæstu tekjur, þá er „vinstri velferð“ að norrænni fyrirmynd ómöguleg. Sterkt velferðarkerfi kostar nefnilega peninga. Viðreisn talar fyrir því að selja ríkiseigur og banka til að fjármagna óskýr loforð sín um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Verandi fjölskyldumóðir hljómar þetta fyrir mér eins og ég ætli að selja húsgögnin og fötin mín til þess að eiga fyrir föstum mánaðarlegum útgjöldum. Það segir sig sjálft að húsið verður tómt á endanum. Hvernig ætlarðu að fjármagna heilbrigðiskerfið eða efla kosningaloforð um öflugri úrræði fyrir börn með því að selja ríkiseigur? Hvaða eignir verða seldar þegar búið er að selja Íslandsbankann og Landsbankann? Þetta er eins og að selja mjólkurkúna. Það gengur því ekki upp að fjármagna varanleg rekstrarútgjöld til heilbrigðismála með eignasölu. Það er hægri hagstjórn eins og hún gerist verst. Er nóg að tryggja börnum ódýrari sálfræðitíma líkt og Viðreisn boðar? Börn sem alast upp við fátækt eru 3-4 sinnum líklegri til að greinast með geðröskun en börn sem eiga foreldra í efstu tekjutíundunum. Það þýðir ekki að senda fátækt barn í sálfræðitíma í klukkutíma á viku og láta barnið svo fara heim þar sem það fær ekki að borða eða fær ekki að taka þátt í tómstundum með vinum sínum. Líðan okkar er oftast nær afsprengi aðstæðna sem við búum við, eða bjuggum við í æsku eða samfélagsins sem við búum í. Það sýna ótal rannsóknir, en Viðreisn fjallar um geðheilbrigði barna í tómarúmi eins og það hafi ekkert að gera með ójöfnuð og stéttarstöðu. Hægri efnahagsstjórn getur ekki tekið á slíkum vanda svo að það virki, það sýna rannsóknir. Vinstri velferð er vinstri því henni fylgir vinstri efnahagsstjórn. Ég sé þetta skýrt í mínum störfum á heilsugæslu þar sem ég vinn hér í Noregi, að þeir sem eru mest hjálparþurfi eru þeir sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða gerðu það í æsku. Ábyrg efnahagsstjórn í anda jafnaðarmennsku eins og Kristrún Frostadóttir boðar er þar mikilvæg forvörn til að koma í veg fyrir að börn búi við erfiðar aðstæður sem bitnar á geðheilsu þeirra. Það er því ekkert til sem heiti jöfn tækifæri án jöfnuðar. Hægri hagstjórn þýðir nefnilega meiri ójöfnuður, því þeir ríkustu fá meira í eigin vasa, m.a. ríkiseignir sem Viðreisn vill selja. Aukinn ójöfnuður þýðir meiri þörf á velferðarþjónustu því þegar ójöfnuður eykst, eykst fátækt og fátækt fylgja oft félagsleg og heilsufarsleg vandamál. Við erum búin að sjá allt of mörg börn deyja á árinu, en slíkar hörmungar aukast gjarnan í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill því ofbeldi og áhættuhegðun er meiri í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Eftir að hafa hlustað á Kristrúnu Frostadóttur og annað forystufólk Samfylkingarinnar undanfarnar vikur þá er skýrt að flokkurinn hefur alla burði til þess að leiða breytingar í íslensku samfélagi. Þess vegna verður Samfylkingin að vinna þessar kosningar, taka við stjórnarmyndunarumboðinu og mynda sterka ríkisstjórn á Íslandi. Mér finnst flokkurinn eiga þessa kosningabaráttu. Það er hreinn unaður að hlusta á Kristrúnu í viðtölum, þvílíkur leiðtogi sem hún er fyrir jafnaðarmenn á Íslandi. Hún sýndi það í nýlegu viðtali á Heimildinni í vikunni, að hún skilur raunveruleika venjulegs fólks, um land allt. Hún er svo sannarlega búin að breyta flokknum í norrænan verkamannaflokk, það sé ég búandi í Noregi. Systurflokkur Samfylkingarinnar hér hefur lækkað skattbyrðina hjá minni fjölskyldu (par í millistétt með lítið barn) síðan flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir þremur árum. Þá eru leikskólagjöld og annar kostnaður tengdur barnafjölskyldum líka búinn að lækka í þeirra stjórnartíð og stýrivextir náðu hámarki í 4,5%. Samfylkingin er líka með kanónur í hverju sæti. Verandi menntuð í heilsueflingu finnst mér geggjað að fá Ölmu Möller í forsvar fyrir flokkinn, það eru alltof fáir stjórnmálamenn á Íslandi sem hafa nægan skilning á því hvernig hægt er að bæta lýðheilsu. Ef einhver ætti að geta unnið að bættri geðheilsu landans, þá er það hún. Samfylkingin er bersýnilega eini flokkurinn sem er búinn að vinna heimavinnuna sína, eini flokkurinn sem getur sagt hvað hann ætlar að gera, af hverju hann ætlar að gera það og hvernig hann ætlar að fjármagna það. Það byggir hann á samtali sínu við fólkið í landinu. Það gerir flokkinn trúverðugan, velgengni hans má því skýra með þrotlausri vinnu forystunar, en ekki stemmingu. Jafnaðarmenn veigra sér heldur ekki við því að rökræða hvers vegna ekki sé nóg að fara betur með fé heldur þurfi líka að afla tekna með sanngjörnum hætti. Mér finnst fáir eiga roð í flokkinn með loforðum sínum um að gera allt fyrir alla án þess að geta sagt hvernig þeir ætla gera það. Samfylkingin á svo sannarlega skilið að uppskera vel í þessum kosningum, enda er Kristrún Frostadóttir búin að breyta íslenskum stjórnmálum til hins betra og hún á góða kosningu skilið fyrir það að gera stjórnmálin trúverðug á ný. Höfundur brennur fyrir lýðheilsu og velferð launafólks. Er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í heilsueflingu og heilsusálfræði og vinnur sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun