Íslenski boltinn

Elfar Árni heim í Völsung

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson er kominn aftur á heimaslóðir.
Elfar Árni Aðalsteinsson er kominn aftur á heimaslóðir. vísir/hulda margrét

Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs eftir langa dvöl hjá KA. Völsungur vann sér sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

Völsungur greindi frá komu Elfars Árna á samfélagsmiðlum í dag. Hann er uppalinn hjá félaginu og lék með því til 2011 þegar hann gekk í raðir Breiðabliks.

Elfar Árni lék með Breiðabliki í þrjú ár áður en hann fór til 2015. Hann var tíu ár í herbúðum KA og varð bikarmeistari með liðinu í sumar.

Elfar Árni, sem er 34 ára, er þrautreyndur en hann hefur skorað 117 mörk í 332 leikjum í efstu fjórum deildum Íslandsmótsins.

Völsungur endaði í 2. sæti 2. deildar í sumar og vann sér þar með sæti í Lengjudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×