Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 27. nóvember 2024 17:00 Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar