Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 08:45 GSC Game World S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er æðislegur leikur. Hann er þó töluvert gallaður enn sem komið er, en í rauninni á maður ekki að búast við öðru af Stalker-leik. Andrúmsloft leiksins stendur upp úr Leikurinn gerist í heimi þar sem kjarnorkuslysið í Chornobyl (úkraínska nafnið) er eitt margra dularfullra atvika sem hafa átt sér stað þar. Tilraun misheppnaðist hrottalega þar og fylltist svæðið kringum kjarnorkuverið af dularfullum skrímslum, fyrirbærum og allskonar stórhættulegu sjitti. Spilarar setja sig í spor manns sem heitir Skif og hann ferðast til Chornobol í leit að svörum. Eðlilega fer allt í rugl og Skif þarf að skjóta hauga af drullusokkum og skrímslum til að finna svör sín og ná hefndum. Þetta er einfalda útgáfan. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er fjórði leikurinn í gamalli seríu. Fyrsti leikurinn kom út árið 2007 og hét hann Stalker: Shadow of Chernobyl, ári síðar kom út leikurinn Stalker: Clear Sky og svo árið 2009 leið þriðji leikurinn dagsins ljós og hét hann Stalker: Call of Pripyat. Allt voru þetta gallaðir en þrususkemmtilegir leikir og hefur þeim verið haldið sérstaklega vel á lífi með uppfærslum og svokölluðum moddum sem gerðir hafa verið af aðdáendum í gegnum árin. Nú fimmtán árum síðar er fjórði leikurinn mættur. Leikurinn er gerður af úkraínska leikjafyrirtækinu GSC Game World en innrás Rússa í febrúar 2022 kom töluvert niður á framleiðslu hans. Nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hafa gengið í úkraínska herinn og hafa einhverjir þeirra fallið í átökum við Rússa. Fyrirtækið hefur einnig orðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum frá Rússlandi og vefþjónar þess brunnu á einum tímapunkti. Það hefur mikið gengi á, ef svo má segja. Því á ég tiltölulega auðvelt með að fyrirgefa galla í leiknum og þá sérstaklega með tilliti til þess að forsvarsmenn GSC Game World hafa komið til dyra eins og þeir eru klæddir og hafa heitið því að plástra leikinn eins hratt og þeim er mögulegt. Meira um það hér neðar. Áhugsamir geta horft á heimildarmynd um gerð leiksins í spilaranum hér að neðan. Gamaldags skotleikur Stalker 2 er að mörgu leyti mjög svipaður upprunalegu leikjunum þremur. Mörg af innri kerfum leikjanna eru þau sömu, eins og það að þurfa að borða og drekka reglulega. Leikurinn er að mörgu leiti mjög gamaldags. Byssur og annar búnaður skemmist hægt og rólega með notkun en það er eingöngu hægt að laga það með því að borga fyrir það á tilteknum svæðum. Það er ekki hægt að stytta sér leið í leiknum með því að stökkva milli mismunandi svæða, án þess að finna leiðsögumenn til að flytja sig milli bæja og fyrir pening. Byssur bila ef þú borgar ekki fyrir að láta laga þær og svo mætti lengi telja. Maður getur einnig haldið á takmörkuðu magni af drasli, sem leiðir til þess að í hvert sinn sem maður leggur af stað í eitthvað verkefni eða könnunarleiðangur þarf maður að skipuleggja sig vel, svo maður hafi nóg pláss fyrir góss til að selja. Ef maður lendir í ófyrirséðum vandræðum gæti maður þá neyðst til að snúa aftur eftir skotfærum, plástrum og slíku. GSC Game World Andrúmsloftið er aðal Þegar kemur að andrúmslofti Stalker 2 er óhætt að segja að það sé frábært. Hann lítur nokkuð vel út, þó hann sé nærri því að bræða skjákortið mitt og römmum á sekúndu fækki leiðinlega mikið þegar mikið er að gerast. Umhverfið lítið vel út en kort leiksins er risastórt og þar er fullt af áhugverðum og flottum stöðum að finna. Verst er að á þessum stöðum má yfirleitt finna hættuleg skrímsli og mennska drullusokka. Skrímslin má einnig finna á förnum vegi og hljóðin í umhverfinu geta skapað mikla stemningu og ótta. Þá getur veðrið í Chornobyl tekið miklum breytingum á skömmum tíma, sem gerir mikið fyrir andrúmsloftið. Hlaupum í burtu, eins og hetjur! Á einum tímapunkti, svolítið snemma í leiknum, heyrði ég urr í runnum fyrir aftan mig en fyrir framan mig sá ég smá turn, svo ég tók sprettinn og klifraði þangað upp. Undir mér var ... hundur, sem er einhverskonar skyggn, held ég. Hann fjölgar sér sum sé en aðeins einn þeirra er raunverulegur. Þarna var ég upp í turninum að sóa skotum á tálbeitur, sem fjölgaði þrátt fyrir það alveg helling. Það voru örugglega tuttugu hundar á hlaupum undir turninum þegar nokkur stökkbreytt villisvín komu á sprettinum á svæðið og fóru að ráðast á hunda-tálbeiturnar, og væntanlega raunverulega skyggn-hundinn líka. Þarna sá ég færi á borði, stökk niður úr turninum og hljóp í burtu, eins og hetja! Þetta atvik finnst mér svolítið fanga þá upplifun sem Stalker 2 getur verið. Manni finnst maður sjaldan með tök á þeim aðstæðum sem maður er í og það er ekki að ástæðulausu að maður óttast ný skrímsli á bakvið hvert horn. Stundum borgar það sig líka einfaldlega að hlaupa í burtu, eins og hetja! GSC Game World Óttinn er skemmtilegur Ég er ekki feiminn við að segja að mörg skringileg hljóð hafa sent mig hlaupandi í átt að næsta hlut þar sem ég kemst aðeins upp af jörðinni, hvort sem það er bíll eða grjót. Þar hef ég staðið svo mínútum skiptir í leit að stökkbreyttum og mögulega að mestu ósýnilegum kvikyndum. Gallinn er að maður heyrir reglulega skringileg hljóð sem gera mann smá hræddan. Það er fátt skemmtilegra við svona leiki en það að spila þá áður en maður kemst í gegnum óttann við skrýmsli og óvini. Það eru alltaf nokkrir klukkutímar í svona leikjum, þar sem maður óttast að fara áfram og hikar við að sækja fram. Það breystist svo yfirleitt og á endanum veður maður í hvaða bardaga sem er. GSC Game World Í öðru atviki stökk ég ofan í holu sem mér leist ágætlega á, eins og maður gerir. Þar rambaði ég á skrímsli sem líkist vampíru og er einmitt að mestu ósýnilegt, nema þegar það ræðst á þig. Þetta var tiltölulega snemma í leiknum og óhætt að segja að ég var ekki búinn undir þennan bardaga og var fljótt drepinn. Ég sætti mig þó ekki við það, hlóð upp leikinn aftur og skutlaði mér ofan í holuna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir tókst mér loks að drepa vampíruna en ég hafði þó ekki mikinn tíma í fagnaðarlæti, því ég uppgötvaði að ég hafði ekki verið að berjast við eina vampíru í göngunum heldur að minnsta kosti tvær. Eftir að hafa hlaðið leikinn aftur stökk ég ekki ofan í holuna heldur gekk í aðra átt, á vit annarra ævintýra. Gallar og almenn leiðindi Eins og ég nefni hér ofar er Stalker langt frá því að vera gallalaus og hann er mjög þungur í keyrslu á PC. Mörg verkefni eru gölluð en það er að vísu strax búið að laga slatta af þeim göllum. Hljóðið getur verið mjög skrítið og sérstaklega þegar maður fær skilaboð í gegnum talstöðina. Stundum flakkar það á milli þess að hljóma eins og það komi úr talstöð og eins og sá sem talar standi bara við hliðina á manni. Svo er eitt sem hefur farið sérstaklega í taugarnar á mér en ég veit ekki hvort það sé galli eða bara léleg kóðun. Það snýr að gervigreind mennskra óvina. Þeir eru í stuttu máli sagt nautheimskir. Þeir eiga það til að gleyma manni í miðjum skotbardaga og láta eins og maður sé horfinn. Þeir eiga það svo líka til að sjá mann í gegnum alls konar hluti eins og runna og veggi og skjóta mann í gegnum þessa hluti, sama þó maður hreyfi sig án þess að þeir ættu að sjá mann. Samantekt-ish Stalker 2 er þrususkemmtilegur leikur í anda gömlu leikjanna, þegar hann er ekki óþolandi. Hann er ansi frekur á tæknibúnaðinn og á það til að krassa. Ég hef þurft að keyra grafíkina niður í ekki neitt til að geta spilað hann á köflum þegar mikið er um að vera. Forsvarsmenn GSC Game World hafa þó heitið plástrum og eru þegar byrjaðir að útbýta slíkum. Ef marka má gömlu leikina finnst mér líklegt að þessi muni lifa lengi, ef svo má segja, og vera sífellt endurbættur af spilurum með moddum, eftir að starfsmenn GSC Game World hætta að fikta í honum. Leikjadómar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leikurinn gerist í heimi þar sem kjarnorkuslysið í Chornobyl (úkraínska nafnið) er eitt margra dularfullra atvika sem hafa átt sér stað þar. Tilraun misheppnaðist hrottalega þar og fylltist svæðið kringum kjarnorkuverið af dularfullum skrímslum, fyrirbærum og allskonar stórhættulegu sjitti. Spilarar setja sig í spor manns sem heitir Skif og hann ferðast til Chornobol í leit að svörum. Eðlilega fer allt í rugl og Skif þarf að skjóta hauga af drullusokkum og skrímslum til að finna svör sín og ná hefndum. Þetta er einfalda útgáfan. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er fjórði leikurinn í gamalli seríu. Fyrsti leikurinn kom út árið 2007 og hét hann Stalker: Shadow of Chernobyl, ári síðar kom út leikurinn Stalker: Clear Sky og svo árið 2009 leið þriðji leikurinn dagsins ljós og hét hann Stalker: Call of Pripyat. Allt voru þetta gallaðir en þrususkemmtilegir leikir og hefur þeim verið haldið sérstaklega vel á lífi með uppfærslum og svokölluðum moddum sem gerðir hafa verið af aðdáendum í gegnum árin. Nú fimmtán árum síðar er fjórði leikurinn mættur. Leikurinn er gerður af úkraínska leikjafyrirtækinu GSC Game World en innrás Rússa í febrúar 2022 kom töluvert niður á framleiðslu hans. Nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hafa gengið í úkraínska herinn og hafa einhverjir þeirra fallið í átökum við Rússa. Fyrirtækið hefur einnig orðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum frá Rússlandi og vefþjónar þess brunnu á einum tímapunkti. Það hefur mikið gengi á, ef svo má segja. Því á ég tiltölulega auðvelt með að fyrirgefa galla í leiknum og þá sérstaklega með tilliti til þess að forsvarsmenn GSC Game World hafa komið til dyra eins og þeir eru klæddir og hafa heitið því að plástra leikinn eins hratt og þeim er mögulegt. Meira um það hér neðar. Áhugsamir geta horft á heimildarmynd um gerð leiksins í spilaranum hér að neðan. Gamaldags skotleikur Stalker 2 er að mörgu leyti mjög svipaður upprunalegu leikjunum þremur. Mörg af innri kerfum leikjanna eru þau sömu, eins og það að þurfa að borða og drekka reglulega. Leikurinn er að mörgu leiti mjög gamaldags. Byssur og annar búnaður skemmist hægt og rólega með notkun en það er eingöngu hægt að laga það með því að borga fyrir það á tilteknum svæðum. Það er ekki hægt að stytta sér leið í leiknum með því að stökkva milli mismunandi svæða, án þess að finna leiðsögumenn til að flytja sig milli bæja og fyrir pening. Byssur bila ef þú borgar ekki fyrir að láta laga þær og svo mætti lengi telja. Maður getur einnig haldið á takmörkuðu magni af drasli, sem leiðir til þess að í hvert sinn sem maður leggur af stað í eitthvað verkefni eða könnunarleiðangur þarf maður að skipuleggja sig vel, svo maður hafi nóg pláss fyrir góss til að selja. Ef maður lendir í ófyrirséðum vandræðum gæti maður þá neyðst til að snúa aftur eftir skotfærum, plástrum og slíku. GSC Game World Andrúmsloftið er aðal Þegar kemur að andrúmslofti Stalker 2 er óhætt að segja að það sé frábært. Hann lítur nokkuð vel út, þó hann sé nærri því að bræða skjákortið mitt og römmum á sekúndu fækki leiðinlega mikið þegar mikið er að gerast. Umhverfið lítið vel út en kort leiksins er risastórt og þar er fullt af áhugverðum og flottum stöðum að finna. Verst er að á þessum stöðum má yfirleitt finna hættuleg skrímsli og mennska drullusokka. Skrímslin má einnig finna á förnum vegi og hljóðin í umhverfinu geta skapað mikla stemningu og ótta. Þá getur veðrið í Chornobyl tekið miklum breytingum á skömmum tíma, sem gerir mikið fyrir andrúmsloftið. Hlaupum í burtu, eins og hetjur! Á einum tímapunkti, svolítið snemma í leiknum, heyrði ég urr í runnum fyrir aftan mig en fyrir framan mig sá ég smá turn, svo ég tók sprettinn og klifraði þangað upp. Undir mér var ... hundur, sem er einhverskonar skyggn, held ég. Hann fjölgar sér sum sé en aðeins einn þeirra er raunverulegur. Þarna var ég upp í turninum að sóa skotum á tálbeitur, sem fjölgaði þrátt fyrir það alveg helling. Það voru örugglega tuttugu hundar á hlaupum undir turninum þegar nokkur stökkbreytt villisvín komu á sprettinum á svæðið og fóru að ráðast á hunda-tálbeiturnar, og væntanlega raunverulega skyggn-hundinn líka. Þarna sá ég færi á borði, stökk niður úr turninum og hljóp í burtu, eins og hetja! Þetta atvik finnst mér svolítið fanga þá upplifun sem Stalker 2 getur verið. Manni finnst maður sjaldan með tök á þeim aðstæðum sem maður er í og það er ekki að ástæðulausu að maður óttast ný skrímsli á bakvið hvert horn. Stundum borgar það sig líka einfaldlega að hlaupa í burtu, eins og hetja! GSC Game World Óttinn er skemmtilegur Ég er ekki feiminn við að segja að mörg skringileg hljóð hafa sent mig hlaupandi í átt að næsta hlut þar sem ég kemst aðeins upp af jörðinni, hvort sem það er bíll eða grjót. Þar hef ég staðið svo mínútum skiptir í leit að stökkbreyttum og mögulega að mestu ósýnilegum kvikyndum. Gallinn er að maður heyrir reglulega skringileg hljóð sem gera mann smá hræddan. Það er fátt skemmtilegra við svona leiki en það að spila þá áður en maður kemst í gegnum óttann við skrýmsli og óvini. Það eru alltaf nokkrir klukkutímar í svona leikjum, þar sem maður óttast að fara áfram og hikar við að sækja fram. Það breystist svo yfirleitt og á endanum veður maður í hvaða bardaga sem er. GSC Game World Í öðru atviki stökk ég ofan í holu sem mér leist ágætlega á, eins og maður gerir. Þar rambaði ég á skrímsli sem líkist vampíru og er einmitt að mestu ósýnilegt, nema þegar það ræðst á þig. Þetta var tiltölulega snemma í leiknum og óhætt að segja að ég var ekki búinn undir þennan bardaga og var fljótt drepinn. Ég sætti mig þó ekki við það, hlóð upp leikinn aftur og skutlaði mér ofan í holuna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir tókst mér loks að drepa vampíruna en ég hafði þó ekki mikinn tíma í fagnaðarlæti, því ég uppgötvaði að ég hafði ekki verið að berjast við eina vampíru í göngunum heldur að minnsta kosti tvær. Eftir að hafa hlaðið leikinn aftur stökk ég ekki ofan í holuna heldur gekk í aðra átt, á vit annarra ævintýra. Gallar og almenn leiðindi Eins og ég nefni hér ofar er Stalker langt frá því að vera gallalaus og hann er mjög þungur í keyrslu á PC. Mörg verkefni eru gölluð en það er að vísu strax búið að laga slatta af þeim göllum. Hljóðið getur verið mjög skrítið og sérstaklega þegar maður fær skilaboð í gegnum talstöðina. Stundum flakkar það á milli þess að hljóma eins og það komi úr talstöð og eins og sá sem talar standi bara við hliðina á manni. Svo er eitt sem hefur farið sérstaklega í taugarnar á mér en ég veit ekki hvort það sé galli eða bara léleg kóðun. Það snýr að gervigreind mennskra óvina. Þeir eru í stuttu máli sagt nautheimskir. Þeir eiga það til að gleyma manni í miðjum skotbardaga og láta eins og maður sé horfinn. Þeir eiga það svo líka til að sjá mann í gegnum alls konar hluti eins og runna og veggi og skjóta mann í gegnum þessa hluti, sama þó maður hreyfi sig án þess að þeir ættu að sjá mann. Samantekt-ish Stalker 2 er þrususkemmtilegur leikur í anda gömlu leikjanna, þegar hann er ekki óþolandi. Hann er ansi frekur á tæknibúnaðinn og á það til að krassa. Ég hef þurft að keyra grafíkina niður í ekki neitt til að geta spilað hann á köflum þegar mikið er um að vera. Forsvarsmenn GSC Game World hafa þó heitið plástrum og eru þegar byrjaðir að útbýta slíkum. Ef marka má gömlu leikina finnst mér líklegt að þessi muni lifa lengi, ef svo má segja, og vera sífellt endurbættur af spilurum með moddum, eftir að starfsmenn GSC Game World hætta að fikta í honum.
Leikjadómar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira