Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:42 Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun