Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 19:33 Erling Haaland skoraði tvö mörk í kvöld en það dugði ekki til. Bruno de Carvalho/Getty Images Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. Erling Haaland var nálægt því að koma City yfir með góðum skalla snemma leiks en Timon Wellenreuther varði frábærlega í marki Feyenoord. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítapsyrnu, Haaland fór á punktinn og Wellenreuther engum vörnum við. Staðan 1-0 Man City í vil þegar síðari hálfleikur hófst. These two 😁 pic.twitter.com/VWoBe4Zhjp— Manchester City (@ManCity) November 26, 2024 Heimamenn gerðu út um leikinn snemma í síðari hálfleik. Þýski miðjumaðurinn İlkay Gündoğan bætti við öðru marki Man City á 50. mínútu og Haaland því þriðja aðeins þremur mínútum síðar. Þar virtist leikurinn svo gott sem búinn en gestirnir voru ekki á þeim buxunum. Anis Hadj Moussa minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eftir vandræðagang í vörn heimamanna. Þegar átta mínútur lifðu leiks tókst Santiago Giménez að minnka muninn enn frekar eftir að boltinn barst til hans á fjær eftir fáránleg mistök Ederson í marki Man City. Keep pushing, we need one more! 🙏88’ #mcifey 3-2 • #UCL pic.twitter.com/yccqANgdhU— Feyenoord Rotterdam (@Feyenoord) November 26, 2024 Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma áttu gestirnir sendingu inn fyrir vörn Man City. Ederson kom fljúgandi út úr markinu en náði ekki til boltans, boltinn var svo sendur inn á teig þar sem Dávid Hancko fullkomnaði ótrúlega endurkomu Feyenoord. Staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í Manchester þó heimamenn hafi sótt gríðarlega undir lok leiks og Jack Grealish hafi átt skot í stöngina. Man City er í 15. sæti Meistaradeildarinnar að loknum 5 leikjum með 8 stig. Feyenoord er í 20. sæti með stigi minna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. Erling Haaland var nálægt því að koma City yfir með góðum skalla snemma leiks en Timon Wellenreuther varði frábærlega í marki Feyenoord. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítapsyrnu, Haaland fór á punktinn og Wellenreuther engum vörnum við. Staðan 1-0 Man City í vil þegar síðari hálfleikur hófst. These two 😁 pic.twitter.com/VWoBe4Zhjp— Manchester City (@ManCity) November 26, 2024 Heimamenn gerðu út um leikinn snemma í síðari hálfleik. Þýski miðjumaðurinn İlkay Gündoğan bætti við öðru marki Man City á 50. mínútu og Haaland því þriðja aðeins þremur mínútum síðar. Þar virtist leikurinn svo gott sem búinn en gestirnir voru ekki á þeim buxunum. Anis Hadj Moussa minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eftir vandræðagang í vörn heimamanna. Þegar átta mínútur lifðu leiks tókst Santiago Giménez að minnka muninn enn frekar eftir að boltinn barst til hans á fjær eftir fáránleg mistök Ederson í marki Man City. Keep pushing, we need one more! 🙏88’ #mcifey 3-2 • #UCL pic.twitter.com/yccqANgdhU— Feyenoord Rotterdam (@Feyenoord) November 26, 2024 Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma áttu gestirnir sendingu inn fyrir vörn Man City. Ederson kom fljúgandi út úr markinu en náði ekki til boltans, boltinn var svo sendur inn á teig þar sem Dávid Hancko fullkomnaði ótrúlega endurkomu Feyenoord. Staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í Manchester þó heimamenn hafi sótt gríðarlega undir lok leiks og Jack Grealish hafi átt skot í stöngina. Man City er í 15. sæti Meistaradeildarinnar að loknum 5 leikjum með 8 stig. Feyenoord er í 20. sæti með stigi minna.