Lífið

Inn­lit í nýuppgerða í­búð Kára Sverris

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári er snillingur í því að taka eignir í gegn.
Kári er snillingur í því að taka eignir í gegn.

Töff aðventuskreytingar þurfa ekki að kosta mikið. Stjörnuljósmyndarinn Kári Sverris sló í gegn á Stöð 2 í þáttunum Bætt um betur með Ragnari Sigurðssyni innanhússarkitekt en nú er Kári að taka í gegn nýja íbúð sína á alveg einstaklega fallegan hátt.

Jarðlitir og hlýir tónar eru ráðandi og með flottri áferð. Svo hefur Kári skreytt aðventuborðið sitt ódýrt og það er mjög einfalt og fallegt . Aðventuskreyting þarf ekki að kosta mikið til að vera mega flott og hátíðleg. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti Kára í nýju íbúðina hans sem er með vinsælasta vegglit ársins 2024 og ódýrum töff aðventuskreytingum.

„Ég flutti hingað í Laugardalinn fyrir um tveimur og hálfu ári síðan og hef verið að koma mér fyrir svona hægt og rólega, og mér líður bara æðislega vel í þessari íbúð,“ segir Kári og heldur áfram.

 „Ég vil hafa þetta kósý, haust, jarðlitir og rólegheit. Maður þarf að vinna jarðtengingu og það er það með þessa jarðliti, maður tengir svo vel við þá. Það sem ég geri alltaf þegar ég er að gera upp ný rými og vil gera þau kósý þá byrja ég að mála. Það var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað inn. Ég bjó til lit með Sérefni sem heitir kaffi latte. Þetta er mjög róandi litur,“ segir Kári og bætir við að næsta skref er að fjárfesta í sófa og þá sé hægt að byrja á öllu hinu.

Hér að neðan má sjá fallega íbúð Kára en einnig hvernig hann skreytir fyrir aðventuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.