Vona að Musk takmarki tolla Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 14:43 Elon Musk og Donald Trump. AP/Brandon Bell Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. Musk hefur hins vegar fundað með forsætisráðherra Kína og kynnt honum rafmagnsbíla sína. Þá hefur hann varið milljörðum dala í fjárfestingar fyrir Tesla í Kína, en stærsta rafmagnsbílaverksmiðja fyrirtækisins er í Sjanghæ, og hefur hann sagt að leiðtogar Kína „virðist í alvörunni mjög annt um hag íbúa landsins“. Sjá einnig: Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Aðrir væntanlegir meðlimir í ríkisstjórn Trumps, eins og Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, lýsti yfirvöldum í Kína nýverið sem „harðstjórn“ og sagði nauðsynlegt að beita Kínverja umfangmiklum tollum til að verja bandarísk störf. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Wall Street Journal hefur eftir kínverskum sérfræðingi um málefni Bandaríkjanna að Kínverjar bindi miklar vonir við að Musk geti reynst þeim vel, með tilliti til fjárfestinga hans í Kína og sambands hans við kínverska leiðtoga. Bandarískir forstjórar hafa lengi verið nokkurs konar milliliðir milli yfirvalda Kína og Bandaríkjanna, þar sem Bandaríkjamenn bundu lengi miklar vonir við að geta stækkað markaði sína í Kína. Þær vonir raungerðust ekki og hafa flestir lagt þær á hilluna, ef svo má segja. Óljóst er þó hvort Musk hafi áhuga á því að tala máli Kínverja við Trump. Eins og segir í grein WSJ er einnig mögulegt að ekkert sé að tala um, ef Trump er eins staðráðinn í því að beita Kínverja tolla eins og hann segist vera. Trump hefur talað um að setja allt að sextíu prósenta tolla á innflutning frá Kína, eftir að hann tekur við embætti í janúar. Musk hefur einnig sjálfur sagt að setja þurfi tolla á kínverska rafmagnsbíla til að verja bandarísk fyrirtæki. Kína er þó mjög mikilvægt Musk. Eins og áður segir er stærsta verksmiðja Tesla í Sjanghæ og þar er um helmingur allra bíla fyrirtækisins framleiddur, samkvæmt WSJ, og þar að auki er Musk að bíða eftir samþykki yfirvalda í Kína á sjálfsstýringartækni Tesla, sem Musk hefur sagt að sé grunnurinn að framtíð fyrirtækisins. Bandaríkin Kína Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. 15. nóvember 2024 08:16 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk hefur hins vegar fundað með forsætisráðherra Kína og kynnt honum rafmagnsbíla sína. Þá hefur hann varið milljörðum dala í fjárfestingar fyrir Tesla í Kína, en stærsta rafmagnsbílaverksmiðja fyrirtækisins er í Sjanghæ, og hefur hann sagt að leiðtogar Kína „virðist í alvörunni mjög annt um hag íbúa landsins“. Sjá einnig: Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Aðrir væntanlegir meðlimir í ríkisstjórn Trumps, eins og Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, lýsti yfirvöldum í Kína nýverið sem „harðstjórn“ og sagði nauðsynlegt að beita Kínverja umfangmiklum tollum til að verja bandarísk störf. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Wall Street Journal hefur eftir kínverskum sérfræðingi um málefni Bandaríkjanna að Kínverjar bindi miklar vonir við að Musk geti reynst þeim vel, með tilliti til fjárfestinga hans í Kína og sambands hans við kínverska leiðtoga. Bandarískir forstjórar hafa lengi verið nokkurs konar milliliðir milli yfirvalda Kína og Bandaríkjanna, þar sem Bandaríkjamenn bundu lengi miklar vonir við að geta stækkað markaði sína í Kína. Þær vonir raungerðust ekki og hafa flestir lagt þær á hilluna, ef svo má segja. Óljóst er þó hvort Musk hafi áhuga á því að tala máli Kínverja við Trump. Eins og segir í grein WSJ er einnig mögulegt að ekkert sé að tala um, ef Trump er eins staðráðinn í því að beita Kínverja tolla eins og hann segist vera. Trump hefur talað um að setja allt að sextíu prósenta tolla á innflutning frá Kína, eftir að hann tekur við embætti í janúar. Musk hefur einnig sjálfur sagt að setja þurfi tolla á kínverska rafmagnsbíla til að verja bandarísk fyrirtæki. Kína er þó mjög mikilvægt Musk. Eins og áður segir er stærsta verksmiðja Tesla í Sjanghæ og þar er um helmingur allra bíla fyrirtækisins framleiddur, samkvæmt WSJ, og þar að auki er Musk að bíða eftir samþykki yfirvalda í Kína á sjálfsstýringartækni Tesla, sem Musk hefur sagt að sé grunnurinn að framtíð fyrirtækisins.
Bandaríkin Kína Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. 15. nóvember 2024 08:16 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10
Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. 15. nóvember 2024 08:16
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44