Innlent

Réttinda­lausir stútar á ferðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls voru 79 mál skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gær til fimm í morgun.
Alls voru 79 mál skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gær til fimm í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um bílslys þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn en í öðru tilfelli var ökumaður stöðvaður þar sem lögregluþjónum þótti hann aka ógætilega. Hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og fundust meint fíkniefni á honum.

Að minnsta kosti einn ökumaður til viðbótar var handtekinn þar sem hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Einnig barst tilkynning um slagsmál og komu lögregluþjónar þar að æstum aðila sem hafði í hótunum við fólk. Hann var handtekinn og segir í dagbók lögreglu að hann hafi verið með öllu óviðræðuhæfur. Því var hann vistaður í fangageymslu yfir nóttina.

Lögregluþjónar sinntu mörgum aðstoðarbeiðnum vegna ölvunarástands í gærkvöldi og í nótt.


Tengdar fréttir

Ók á ljósastaur við Grensásveg

Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki.

Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar eldur kviknaði í bifreið á Vesturlandsvegi við Brúarfljót í Mosfellsbæ á níunda tímanum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×