Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 20:38 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Vísir Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira