Vilja þvinga Google til að selja Chrome Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 14:37 Chrome er stór hluti af rekstri Google. Getty/Avishek Das Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að Google verði gert að selja reksturinn varðandi Chrome vafrann. Fyrr á þessu ári komst dómari að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brotið margvísleg samkeppnislög og misnotað markaðsráðandi stöðu þess. Ný krafa ráðuneytisins markar að líkindum áframhaldandi lagabaráttu en lögmenn ráðuneytisins segja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, nauðsynlegt að aðskilja leitarvél Google frá öðrum hlutum fyrirtækisins, eins og rekstri Crome og rekstri Android stýrikerfisins. Þegar kemur að markaði netvafra er áætlað að markaðshlutdeild Chrome sé um tveir þriðju. Allar leitir í þeim vafra fara gegnum leitarvél Google, nema notendur breyti því sérstaklega. Sjá einnig: Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Lögmenn ráðuneytisins hafa einnig krafist þess að Google verði meinað að setja eigin leitarvél ofar öðrum innan Android-stýrikerfisins sem hannað er fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Þá vilja þeir einnig að Google verði bannað að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að vera helsta leitarvél innan annarra stýrikerfa og vafra. Google borgar Apple til að mynda umfangsmiklar upphæðir á hverju ári fyrir það að vera leitarvél Safari-vafra Apple. WSJ segir að um helmingur allra leita á netinu í Bandaríkjunum fari gegnum vörur þar sem Google hefur borgað fyrir að vera í fyrsta sæti. Óljóst hvað Trump gerir Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt mikið púður í að reyna að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Með því markmiði hefur dómsmálaráðuneytið höfðað mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Amazon. Google-málið var það fyrsta sem rataði í dómsal. Sjá einnig: Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Nýr dómsmálaráðherra mun væntanlega taka við störfum í Bandaríkjunum á næsta ári. Óljóst er hvort það muni hafa mikil áhrif á málaferlin gegn Google, þar sem Repúblikanar hafi heilt yfir stutt aðgerðir gegn Google, enda hófust þær árið 2020, þegar Trump var enn forseti. Bandaríkin Google Tækni Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ný krafa ráðuneytisins markar að líkindum áframhaldandi lagabaráttu en lögmenn ráðuneytisins segja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, nauðsynlegt að aðskilja leitarvél Google frá öðrum hlutum fyrirtækisins, eins og rekstri Crome og rekstri Android stýrikerfisins. Þegar kemur að markaði netvafra er áætlað að markaðshlutdeild Chrome sé um tveir þriðju. Allar leitir í þeim vafra fara gegnum leitarvél Google, nema notendur breyti því sérstaklega. Sjá einnig: Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Lögmenn ráðuneytisins hafa einnig krafist þess að Google verði meinað að setja eigin leitarvél ofar öðrum innan Android-stýrikerfisins sem hannað er fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Þá vilja þeir einnig að Google verði bannað að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að vera helsta leitarvél innan annarra stýrikerfa og vafra. Google borgar Apple til að mynda umfangsmiklar upphæðir á hverju ári fyrir það að vera leitarvél Safari-vafra Apple. WSJ segir að um helmingur allra leita á netinu í Bandaríkjunum fari gegnum vörur þar sem Google hefur borgað fyrir að vera í fyrsta sæti. Óljóst hvað Trump gerir Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt mikið púður í að reyna að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Með því markmiði hefur dómsmálaráðuneytið höfðað mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Amazon. Google-málið var það fyrsta sem rataði í dómsal. Sjá einnig: Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Nýr dómsmálaráðherra mun væntanlega taka við störfum í Bandaríkjunum á næsta ári. Óljóst er hvort það muni hafa mikil áhrif á málaferlin gegn Google, þar sem Repúblikanar hafi heilt yfir stutt aðgerðir gegn Google, enda hófust þær árið 2020, þegar Trump var enn forseti.
Bandaríkin Google Tækni Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira