Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 13:41 Deilt er um ágæti rannsókn á borð við blóðrannsóknir og segulómrannsóknir án tilvísana frá læknum. Heilbrigðisfyrirtækið Intuens er farið að bjóða aftur upp á heilskimanir, sem nú eru kallaðar „heilskoðanir“. Heilbrigðisráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun landlæknisembættisins um að banna starfsemina. Samkvæmt heimasíðu Intuens kostar svokölluð heilskoðun 300.000 krónur en um er að ræða segulómun af öllum líkamanum. Áður hefur verið fjallað um málið en Intuens tók þá ákvörðun á sínum tíma að bjóða aðeins upp á segulómskoðun gegn tilvísun læknis, eftir athugasemdir frá landslæknisembættinu. Bæði embættið og margir læknar höfðu gagnrýnt að verið væri að boða upp á skoðun, eða skimun, að ástæðulausu og án samráðs við læknis. Intuens kærði ákvörðun landlæknisembættisins um að banna skimunina án tilvísana til heilbrigðisráðuneytisins, sem ákvað í september að fella niður ákvörðun landlæknis. Í úrskurðinum segir meðal annars að þrátt fyrir að embættið gæti gert frekari faglegar kröfur til starfsemi aðrar en þær sem kæmu fram í lögum eða reglugerðum væri það svigrúm takmarkað. Hann yrði þannig að sýna fram á að öryggi sjúklinga, lífi þeirra eða heilsu, stæði bein ógn af starfseminni. Landlæknir hafði meðal annars vísað til þess í rökstuðningi sínum að slysahætta fælist í segulómrannsóknum vegna sterks segulsviðs og öflugar rafsegulbylgjur ógnuðu öryggi sjúklinga. Þá gætu einstaklingar upplifað falskt öryggi vegna falskt neikvæðra niðurstaða og að einstaklingar með einkenni gætu freistast til að leita í ósértækar eða rangar rannsóknir. Ráðuneytið benti hins vegar á að tilvísun drægi almennt ekki úr hættum af völdum segulómskoðunar. Var landlæknisembættinu falið að taka málið upp að nýju. Nýsköpun eða óþarfa álagsvaldur? „Við erum ennþá að bíða eftir svari frá [landlæknisembættinu] og höfum gert núna í ellefu vikur; bíðum eftir svari við tilkynningu sem við sendum inn til þeirra fyrir sirka ári síðan og fáum engar ástæður fyrir töfinni,“ segir Steinunn Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. Hún segir þjónustuna ekki nýja af nálinn; hún þekkist víða erlendis og margir Íslendingar hafi beðið eftir því að hún yrði aðgengileg hér heima. Intuens sé ekki eina nýsköpunarfyrirtækið sem hafi mætt kuldalegum móttökum frá landlæknisembættinu. „Þetta eru sömu viðtökur og aðrir hafa þurft að kljást við sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við að bæta heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er bara afskaplega sorglegt,“ segir hún. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni hefur verið nokkuð í umræðunni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verið ötull talsmaður hennar. Hún skrifaði meðal annars grein sem birtist á Vísi á dögunum, þar sem hún sagði „aðgangshindranir og einokun“ hafa ráðið för, sem hefði vegið að öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þá sakaði hún landlækni um að vilja svipta einstkalinga frelsinu og ákvörðunarréttinum varðandi það að afla sér sjálfir fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Margir læknar hafa brugðist illa við skrifum Áslaugar. Meðal þeirra er Stella Rún Guðmundsdóttir sem segir þau til marks um fáfræði og spyr meðal annars hvað fólk eigi eiginlega að gera við niðurstöðurnar sem það fær eftir blóðprufu eða segulómrannsókn án tilvísunar. Niðurstöðunni sé velt út í opinbera heilbrigðiskerfið. „Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum óþarfra, inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af.“ segir Stella í aðsendri grein á Vísi. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”.“ Heilbrigðismál Vísindi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48 Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Intuens kostar svokölluð heilskoðun 300.000 krónur en um er að ræða segulómun af öllum líkamanum. Áður hefur verið fjallað um málið en Intuens tók þá ákvörðun á sínum tíma að bjóða aðeins upp á segulómskoðun gegn tilvísun læknis, eftir athugasemdir frá landslæknisembættinu. Bæði embættið og margir læknar höfðu gagnrýnt að verið væri að boða upp á skoðun, eða skimun, að ástæðulausu og án samráðs við læknis. Intuens kærði ákvörðun landlæknisembættisins um að banna skimunina án tilvísana til heilbrigðisráðuneytisins, sem ákvað í september að fella niður ákvörðun landlæknis. Í úrskurðinum segir meðal annars að þrátt fyrir að embættið gæti gert frekari faglegar kröfur til starfsemi aðrar en þær sem kæmu fram í lögum eða reglugerðum væri það svigrúm takmarkað. Hann yrði þannig að sýna fram á að öryggi sjúklinga, lífi þeirra eða heilsu, stæði bein ógn af starfseminni. Landlæknir hafði meðal annars vísað til þess í rökstuðningi sínum að slysahætta fælist í segulómrannsóknum vegna sterks segulsviðs og öflugar rafsegulbylgjur ógnuðu öryggi sjúklinga. Þá gætu einstaklingar upplifað falskt öryggi vegna falskt neikvæðra niðurstaða og að einstaklingar með einkenni gætu freistast til að leita í ósértækar eða rangar rannsóknir. Ráðuneytið benti hins vegar á að tilvísun drægi almennt ekki úr hættum af völdum segulómskoðunar. Var landlæknisembættinu falið að taka málið upp að nýju. Nýsköpun eða óþarfa álagsvaldur? „Við erum ennþá að bíða eftir svari frá [landlæknisembættinu] og höfum gert núna í ellefu vikur; bíðum eftir svari við tilkynningu sem við sendum inn til þeirra fyrir sirka ári síðan og fáum engar ástæður fyrir töfinni,“ segir Steinunn Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. Hún segir þjónustuna ekki nýja af nálinn; hún þekkist víða erlendis og margir Íslendingar hafi beðið eftir því að hún yrði aðgengileg hér heima. Intuens sé ekki eina nýsköpunarfyrirtækið sem hafi mætt kuldalegum móttökum frá landlæknisembættinu. „Þetta eru sömu viðtökur og aðrir hafa þurft að kljást við sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við að bæta heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er bara afskaplega sorglegt,“ segir hún. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni hefur verið nokkuð í umræðunni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verið ötull talsmaður hennar. Hún skrifaði meðal annars grein sem birtist á Vísi á dögunum, þar sem hún sagði „aðgangshindranir og einokun“ hafa ráðið för, sem hefði vegið að öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þá sakaði hún landlækni um að vilja svipta einstkalinga frelsinu og ákvörðunarréttinum varðandi það að afla sér sjálfir fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Margir læknar hafa brugðist illa við skrifum Áslaugar. Meðal þeirra er Stella Rún Guðmundsdóttir sem segir þau til marks um fáfræði og spyr meðal annars hvað fólk eigi eiginlega að gera við niðurstöðurnar sem það fær eftir blóðprufu eða segulómrannsókn án tilvísunar. Niðurstöðunni sé velt út í opinbera heilbrigðiskerfið. „Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum óþarfra, inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af.“ segir Stella í aðsendri grein á Vísi. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”.“
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48 Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48
Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13