Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 10:27 Íbúar Múlaþings geta bráðlega ferðast ókeypis með strætó til Egilsstaðaflugvallar. Sumir voru ósáttir við að þurfa að greiða fyrir bílastæði þar. Vísir/Jóhann K. Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári. Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi. Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna. Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð. Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum. Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi. Fréttir af flugi Múlaþing Strætó Bílar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi. Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna. Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð. Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum. Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi.
Fréttir af flugi Múlaþing Strætó Bílar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira