Lífið

Liam Payne lagður til hinstu hvílu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Andlát Liam Payne hefur valdið gríðarlega athygli.
Andlát Liam Payne hefur valdið gríðarlega athygli. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne úr strákasveitinni One Direction verður borinn til grafar í Wolverhampton í Englandi seinna í dag.

Payne var aðeins 31 árs gamal þegar hann lést í Buenos Aires í Argentínu í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð.

Búist er við því að fyrrverandi félagar hans úr One Direction verði viðstaddir athöfnina, ásamt fjölskyldu hans og nánustu vinum, samkvæmt frétt BBC.

„Við erum algjörlega miður okkar vegna fregna af andláti Liams. Á einhverjum tímapunkti, og sá tími mun koma, munum við hafa meira að segja. En að svo stöddu viljum við gefa okkur tíma í að syrgja og melta fráfall bróður okkar, sem við elskuðum svo heitt,“ sagði í yfirlýsingu félaganna í lok október.

Payne lætur eftir sig soninn Bear, sjö ára, sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole. Kærasta Payne þegar hann lést var Kate Cassidy, áhrifavaldur. Parið fór saman til Argentínu í lok september síðastliðins og sótti meðal annars tónleika hjá Niall Horan, fyrrverandi One Direction-meðlimi, í Buenos Aires 2. október. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×