Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:31 Lionel Messi hefur nú lagt upp 58 mörk fyrir argentínska landsliðið, til viðbótar við að skora sjálfur 112 mörk. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi átti stóran þátt í 1-0 sigri Argentínu gegn Perú í nótt og jafnaði um leið heimsmetið yfir flestar stoðsendingar fyrir landslið karla í fótbolta. Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2. Fótbolti Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira
Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira