Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:21 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Skjáskot/Stöð 2. Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Stóru línurnar í vegagerð næsta árs voru markaðar með samþykkt fjárlaga frá Alþingi í gær. Í dag kynnti innviðaráðuneytið nánari forgangssröðun þeirra 27 milljarða króna sem verja á til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Stærstu verkefnin eru þegar í gangi; Reykjanesbraut, Arnarnesvegur og Hornafjarðarfljót. Á morgun verður samningur um nýja Ölfusárbrú undirritaður og fyrsta skóflustunga tekin. Fossvogsbrúin verður fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn en einnig strætisvagna.Vegagerðin Stærstu nýju verkútboðin verða Fossvogsbrú, Gufudalssveit, Dynjandisheiði og Brekknaheiði en breikkun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum frestast. Þetta þýðir að Fossvogsbrú, sem er hluti borgarlínunnar, fer á fullt. Lokaáfanginn í Gufudalssveit verður boðinn út, með brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og sömuleiðis fer síðasti kaflinn á Dynjandisheiði í útboð. Norðaustanlands verður vegurinn um Brekknaheiði á Langanesi byggður upp milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Hér eru þó aðeins nefnd stærstu verkefnin. Því til viðbótar verður 4,3 milljörðum króna varið til margra smærri. Þannig verður 2,5 milljörðum króna varið í slitlag á sveitavegi víða um land og 500 milljónum til að fækka einbreiðum brúm. Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða bíða enn. Hins vegar er gert er ráð fyrir framlögum til undirbúnings jarðaganga á fjórum öðrum stöðum. Þetta eru Fljótagöng, ný Hvalfjarðargöng, ný Ólafsfjarðargöng og göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hér er frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stóru línurnar í vegagerð næsta árs voru markaðar með samþykkt fjárlaga frá Alþingi í gær. Í dag kynnti innviðaráðuneytið nánari forgangssröðun þeirra 27 milljarða króna sem verja á til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Stærstu verkefnin eru þegar í gangi; Reykjanesbraut, Arnarnesvegur og Hornafjarðarfljót. Á morgun verður samningur um nýja Ölfusárbrú undirritaður og fyrsta skóflustunga tekin. Fossvogsbrúin verður fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn en einnig strætisvagna.Vegagerðin Stærstu nýju verkútboðin verða Fossvogsbrú, Gufudalssveit, Dynjandisheiði og Brekknaheiði en breikkun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum frestast. Þetta þýðir að Fossvogsbrú, sem er hluti borgarlínunnar, fer á fullt. Lokaáfanginn í Gufudalssveit verður boðinn út, með brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og sömuleiðis fer síðasti kaflinn á Dynjandisheiði í útboð. Norðaustanlands verður vegurinn um Brekknaheiði á Langanesi byggður upp milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Hér eru þó aðeins nefnd stærstu verkefnin. Því til viðbótar verður 4,3 milljörðum króna varið til margra smærri. Þannig verður 2,5 milljörðum króna varið í slitlag á sveitavegi víða um land og 500 milljónum til að fækka einbreiðum brúm. Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða bíða enn. Hins vegar er gert er ráð fyrir framlögum til undirbúnings jarðaganga á fjórum öðrum stöðum. Þetta eru Fljótagöng, ný Hvalfjarðargöng, ný Ólafsfjarðargöng og göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hér er frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31
Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01