Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:07 Þingmenn Pírata vörðu mestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu, en þingmenn stjórnarflokkanna vörðu að jafnaði minni tíma í pontu en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst. Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst.
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira