Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2024 07:56 Horft verður til þriggja tegunda krabbameins, þar á meðal lungnakrabbameins. Getty Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira