Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar 15. nóvember 2024 15:01 Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar