Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun