Innlent

Brot úr leyniupptökunum í frétta­tímanum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Ríkislögreglustjóri hyggst kanna mál sem snertir leynilegar upptökur erlends fyrirtækis á syni Jóns Gunnarssonar. Þar kemur fram að Jón hafi samþykkt að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi hafa borist í ráðuneytið. Brot úr upptökunum verður sýnt í kvöldfréttunum.

Mosfellsbær hyggst fjárfesta aukalega rúmum hundrað milljónum í forvarnarstarf fyrir börn og ungmenni bæjarins á næsta ári. Öryggi ungmenna og velferð verður til umræðu á opnum fundi í Úlfarsárdal í kvöld. Við verðum í beinni útsendingu þaðan.

Við kíktum í Hússtjórnarskólann í Reykjavík í dag, þar sem alþjóðlegi brauðtertudagurinn var haldinn hátíðlegur með nóg af majónesi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 13. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×