Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2024 20:05 Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og bóndi á Stokkseyrarseli við póstkassann, sem krummarnir eru duglegir að opna þegar þau Sigurður Torfi sjá ekki til þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira