Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2024 09:02 Höfundurinn Sigurgeir Orri Sigurgeirsson heldur á nokkrum bókareintökum með líkan af Loftleiðasexu ofan á. KMU Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu. „Bókin endurspeglar Loftleiðir, loftleiðaandann og glansinn sem var yfir fyrirtækinu og starfsmönnum þess,“ segir í bókarkynningu en ákveðið var að gefa hana út í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða fyrr á árinu. Bókin er 336 blaðsíður að stærð. Texti er bæði á íslensku og ensku. Haukur Alfreðsson, formaður Sögufélags Loftleiða, fylgdi bókinni úr hlaði.KMU „Loftleiðir var alþjóðlegt fyrirtæki á heimsmælikvarða. Loftleiðamenn voru stórir í hugsun og gjörðum,“ segir ennfremur. Texta sé stillt í hóf en myndirnar látnar njóta sín. Tekið er fram að margar ljósmyndanna hafi ekki birst áður opinberlega og að líta megi á bókina sem einskonar fjölskyldualbúm Loftleiða. Geir R. Andersen flettir bókinni. Hann var í hópi gamalla Loftleiðamanna sem mættu á útgáfuhófið. Sérstaka athygli vöktu flugfreyjubúningarnir sem þær Berglind Jónsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Margrét Lovísa Jónasdóttir, bróðurdóttir bókarhöfundar, klæddust við móttöku gesta. Báðir búningarnir eiga sér skemmtilega sögu. Berglind var klædd flugfreyjubúningi Loftleiða sem haustið 1970 var valinn „Besti flugfreyjubúningur ársins“ í alþjóðlegri keppni sem fram fór í Mexíkó. Henný Hermannsdóttir, sem sama ár var kjörin Miss Young International, klæddist búningnum í keppninni fyrir hönd Loftleiða. Svo skemmtilega vill til að Berglind, sem núna sýndi flugfreyjubúninginn, er dóttir þess sem hannaði búninginn, Jóns Skúla Þórissonar, klæðskerameistara í tískuhúsinu Módel Magasín. Berglind Jónsdóttir, til vinstri, í flugfreyjubúningi Loftleiða sem valinn var sá besti í heiminum árið 1970. Til hægri er Margrét Lovísa Jónasdóttir í búningnum frá árinu 1950 og með verðlaunaborða íslensku flugfreyjunnar sem valin var besta flugfreyja heims.KMU Margrét Lovísa var klædd flugfreyjubúningi Loftleiða frá árinu 1950 ásamt borða sem á stendur: „Miss Airways 1950“. Nafna hennar, Margrét Guðmundsdóttir flugfreyja, hafði árið 1950 hlotið þennan titil í alþjóðlegri keppni í London um hver væri besta flugfreyjan og hver leysti best mismunandi áskoranir í flugi. Svo merkilegt þótti að íslensk flugfreyja skyldi sigra flugfreyjur stærstu flugfélaga heims að fjölmenn móttökuathöfn var haldin henni til heiðurs á Reykjavíkurflugvelli við komuna heim frá London með Loftleiðavélinni Geysi þann 20. júlí 1950. Berglind og Margrét sýndar við önnur birtuskilyrði og með myndavél atvinnuljósmyndara. Athyglisvert er að sjá hvernig litir flugfreyjubúninganna birtast mismunandi á myndunum tveimur.Jón Svavarsson „Enginn vafi er á því að sigur Margrétar er meira virði fyrir íslensk flugmál en flesta grunar. Það vekur ótrúlega mikla athygli á Íslandi og íslenskum flugmálum og stuðlar að því að Íslendingar fái flutninga erlendis fyrir flugvélar sínar,“ sagði í aðalfrétt Tímans á forsíðunni daginn eftir. „Um Margrjeti Guðmundsdóttur hefir verið mikið umtal í blöðum í Evrópu og Ameríku undanfarna daga. Blaðamenn hafa keppst um að ná tali af henni og myndum af henni. Hún hefir komið fram í sjónvarpi og útvarpi,“ sagði í frétt Morgunblaðsins 21. júlí 1950. Úr Loftleiðabókinni. Flugfreyjubúningar Air Bahama, dótturfélags Loftleiða, þóttu litskrúðugir.Lennart Carlén Um litskrúðuga búninga flugfreyjanna hjá Air Bahama, dótturfélagi Loftleiða, er haft eftir Dagfinni Stefánssyni flugstjóra í Loftleiðabókinni: „Ansi skrautlegar flugfreyjurnar hjá þeim. Það var tekið eftir því. Allar í mínípilsum og með stóra stráhatta. Og af öllum þjóðum.” Þessi mynd úr bókinni sýnir Jóhönnu Sigurðardóttur, síðar forsætisráðherra, sitja fyrir í auglýsingamyndatöku ásamt öðrum flugfreyjum Loftleiða í sánaklefa sundlaugar Loftleiðahótelsins. Þær Anna Harðardóttir og Erna Hrólfsdóttir á neðri bekknum eru einnig nafngreindar í bókinni.Lennart Carlén Í inngangi bókarinnar segir að ljósmyndarar Loftleiða hafi verið einstaklega iðnir við að fanga sögu fyrirtækisins. Í byrjun hafi Loftleiðamenn sjálfir séð um það. Fremstur í þeim flokki hafi verið yfirflugvirki félagsins, Halldór Sigurjónsson, kallaður Dóri spítt. Áhugaljósmyndarinn Stefán Nikulásson hafi tekið margar myndir af starfsmönnum og flugvélum félagsins, einkum á tímabilinu 1950 til 1965. Úr Loftleiðabókinni. Stofnendurnir Kristinn Olsen og Alfreð Elíasson fyrir framan Snorra Þorfinnsson, Douglas DC-8-63, á Keflavíkurflugvelli.Lennart Carlén Vatnaskil hafi svo orðið árið 1956 þegar sænski atvinnuljósmyndarinn Lennart Carlén tók að mynda fyrir Loftleiðir. Lennart hafi verið afar fær ljósmyndari og tekist einstaklega vel að fanga Loftleiðaandann í ljósmyndum sínum. Þá eigi hann heiðurinn af flestum auglýsingamyndum félagsins. Fréttir af flugi Icelandair Bókaútgáfa Bókmenntir Flugþjóðin Tengdar fréttir Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. 22. september 2024 07:17 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Bókin endurspeglar Loftleiðir, loftleiðaandann og glansinn sem var yfir fyrirtækinu og starfsmönnum þess,“ segir í bókarkynningu en ákveðið var að gefa hana út í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða fyrr á árinu. Bókin er 336 blaðsíður að stærð. Texti er bæði á íslensku og ensku. Haukur Alfreðsson, formaður Sögufélags Loftleiða, fylgdi bókinni úr hlaði.KMU „Loftleiðir var alþjóðlegt fyrirtæki á heimsmælikvarða. Loftleiðamenn voru stórir í hugsun og gjörðum,“ segir ennfremur. Texta sé stillt í hóf en myndirnar látnar njóta sín. Tekið er fram að margar ljósmyndanna hafi ekki birst áður opinberlega og að líta megi á bókina sem einskonar fjölskyldualbúm Loftleiða. Geir R. Andersen flettir bókinni. Hann var í hópi gamalla Loftleiðamanna sem mættu á útgáfuhófið. Sérstaka athygli vöktu flugfreyjubúningarnir sem þær Berglind Jónsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Margrét Lovísa Jónasdóttir, bróðurdóttir bókarhöfundar, klæddust við móttöku gesta. Báðir búningarnir eiga sér skemmtilega sögu. Berglind var klædd flugfreyjubúningi Loftleiða sem haustið 1970 var valinn „Besti flugfreyjubúningur ársins“ í alþjóðlegri keppni sem fram fór í Mexíkó. Henný Hermannsdóttir, sem sama ár var kjörin Miss Young International, klæddist búningnum í keppninni fyrir hönd Loftleiða. Svo skemmtilega vill til að Berglind, sem núna sýndi flugfreyjubúninginn, er dóttir þess sem hannaði búninginn, Jóns Skúla Þórissonar, klæðskerameistara í tískuhúsinu Módel Magasín. Berglind Jónsdóttir, til vinstri, í flugfreyjubúningi Loftleiða sem valinn var sá besti í heiminum árið 1970. Til hægri er Margrét Lovísa Jónasdóttir í búningnum frá árinu 1950 og með verðlaunaborða íslensku flugfreyjunnar sem valin var besta flugfreyja heims.KMU Margrét Lovísa var klædd flugfreyjubúningi Loftleiða frá árinu 1950 ásamt borða sem á stendur: „Miss Airways 1950“. Nafna hennar, Margrét Guðmundsdóttir flugfreyja, hafði árið 1950 hlotið þennan titil í alþjóðlegri keppni í London um hver væri besta flugfreyjan og hver leysti best mismunandi áskoranir í flugi. Svo merkilegt þótti að íslensk flugfreyja skyldi sigra flugfreyjur stærstu flugfélaga heims að fjölmenn móttökuathöfn var haldin henni til heiðurs á Reykjavíkurflugvelli við komuna heim frá London með Loftleiðavélinni Geysi þann 20. júlí 1950. Berglind og Margrét sýndar við önnur birtuskilyrði og með myndavél atvinnuljósmyndara. Athyglisvert er að sjá hvernig litir flugfreyjubúninganna birtast mismunandi á myndunum tveimur.Jón Svavarsson „Enginn vafi er á því að sigur Margrétar er meira virði fyrir íslensk flugmál en flesta grunar. Það vekur ótrúlega mikla athygli á Íslandi og íslenskum flugmálum og stuðlar að því að Íslendingar fái flutninga erlendis fyrir flugvélar sínar,“ sagði í aðalfrétt Tímans á forsíðunni daginn eftir. „Um Margrjeti Guðmundsdóttur hefir verið mikið umtal í blöðum í Evrópu og Ameríku undanfarna daga. Blaðamenn hafa keppst um að ná tali af henni og myndum af henni. Hún hefir komið fram í sjónvarpi og útvarpi,“ sagði í frétt Morgunblaðsins 21. júlí 1950. Úr Loftleiðabókinni. Flugfreyjubúningar Air Bahama, dótturfélags Loftleiða, þóttu litskrúðugir.Lennart Carlén Um litskrúðuga búninga flugfreyjanna hjá Air Bahama, dótturfélagi Loftleiða, er haft eftir Dagfinni Stefánssyni flugstjóra í Loftleiðabókinni: „Ansi skrautlegar flugfreyjurnar hjá þeim. Það var tekið eftir því. Allar í mínípilsum og með stóra stráhatta. Og af öllum þjóðum.” Þessi mynd úr bókinni sýnir Jóhönnu Sigurðardóttur, síðar forsætisráðherra, sitja fyrir í auglýsingamyndatöku ásamt öðrum flugfreyjum Loftleiða í sánaklefa sundlaugar Loftleiðahótelsins. Þær Anna Harðardóttir og Erna Hrólfsdóttir á neðri bekknum eru einnig nafngreindar í bókinni.Lennart Carlén Í inngangi bókarinnar segir að ljósmyndarar Loftleiða hafi verið einstaklega iðnir við að fanga sögu fyrirtækisins. Í byrjun hafi Loftleiðamenn sjálfir séð um það. Fremstur í þeim flokki hafi verið yfirflugvirki félagsins, Halldór Sigurjónsson, kallaður Dóri spítt. Áhugaljósmyndarinn Stefán Nikulásson hafi tekið margar myndir af starfsmönnum og flugvélum félagsins, einkum á tímabilinu 1950 til 1965. Úr Loftleiðabókinni. Stofnendurnir Kristinn Olsen og Alfreð Elíasson fyrir framan Snorra Þorfinnsson, Douglas DC-8-63, á Keflavíkurflugvelli.Lennart Carlén Vatnaskil hafi svo orðið árið 1956 þegar sænski atvinnuljósmyndarinn Lennart Carlén tók að mynda fyrir Loftleiðir. Lennart hafi verið afar fær ljósmyndari og tekist einstaklega vel að fanga Loftleiðaandann í ljósmyndum sínum. Þá eigi hann heiðurinn af flestum auglýsingamyndum félagsins.
Fréttir af flugi Icelandair Bókaútgáfa Bókmenntir Flugþjóðin Tengdar fréttir Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. 22. september 2024 07:17 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. 22. september 2024 07:17
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30