„Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Stefán Marteinn skrifar 9. nóvember 2024 19:25 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Smáranum þegar lokaleikur sjöttu umferðar Bónus deild karla fór fram. Grindavík gat með sigri lyft sér upp að hlið Þórs Þ. í töflunni sem þeir gerðu með góðum 29 stiga sigri í dag, 99-70. „Virkilega ánægður með liðið. Frammistaðan á báðum endum mjög góð. Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í dag. Grindvíkingar héldu Þór Þ. í 70 stigum en þrátt fyrir það var Jóhann Þór ekki sannfærður með varnarleikinn. „Mín tilfinning var bara að mér fannst við oft vera seinir að hreyfa okkur og bara færa og svona. Það er mín tilfinning en ég get svo sem ekkert tuðað yfir varnarleiknum því þeir gerðu bara 70 stig en mér fannst oft á löngum köflum vanta örlítið upp á viðleitni en það er mögulega og bara mjög líklega tóm þvæla en það var allavega tilfinningin.“ Deandre Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum og þá þurftu aðrir að stíga upp. „Dre var dottin út og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að stíga upp og fá framlag og menn þurftu að gíra sig inn í það. Daníel, Ólafur, Jason, Valur Orri voru mjög góðir. Oddur Rúnar kom með mjög flott framlag af bekknum.“ Deandre Kane fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik og var kominn í borgaralegan klæðnað í seinni hálfleik. „Hann fékk höfuðhögg og sjúkraþjálfarinn „offaði“ hann bara. Hann ræður þessu. Skynsamleg ákvörðun held ég svona eftir á hyggja. Hann verður held ég klár í næsta leik.“ Það er nákvæmlega eitt ár upp á dag síðan Grindavík spilaði síðast í Grindavík en sá leikur var einmitt á móti Þór Þorlákshöfn líka. „Nú er ár liðið frá því að við yfirgáfum bæinn okkar. Það var bara ánægjulegt að sjá fólkið og bara hvernig þetta sameinar samfélagið og það hefur verið þannig síðan við fórum af heiman. Ég hef fulla trú á því að það verði svona áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Virkilega ánægður með liðið. Frammistaðan á báðum endum mjög góð. Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í dag. Grindvíkingar héldu Þór Þ. í 70 stigum en þrátt fyrir það var Jóhann Þór ekki sannfærður með varnarleikinn. „Mín tilfinning var bara að mér fannst við oft vera seinir að hreyfa okkur og bara færa og svona. Það er mín tilfinning en ég get svo sem ekkert tuðað yfir varnarleiknum því þeir gerðu bara 70 stig en mér fannst oft á löngum köflum vanta örlítið upp á viðleitni en það er mögulega og bara mjög líklega tóm þvæla en það var allavega tilfinningin.“ Deandre Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum og þá þurftu aðrir að stíga upp. „Dre var dottin út og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að stíga upp og fá framlag og menn þurftu að gíra sig inn í það. Daníel, Ólafur, Jason, Valur Orri voru mjög góðir. Oddur Rúnar kom með mjög flott framlag af bekknum.“ Deandre Kane fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik og var kominn í borgaralegan klæðnað í seinni hálfleik. „Hann fékk höfuðhögg og sjúkraþjálfarinn „offaði“ hann bara. Hann ræður þessu. Skynsamleg ákvörðun held ég svona eftir á hyggja. Hann verður held ég klár í næsta leik.“ Það er nákvæmlega eitt ár upp á dag síðan Grindavík spilaði síðast í Grindavík en sá leikur var einmitt á móti Þór Þorlákshöfn líka. „Nú er ár liðið frá því að við yfirgáfum bæinn okkar. Það var bara ánægjulegt að sjá fólkið og bara hvernig þetta sameinar samfélagið og það hefur verið þannig síðan við fórum af heiman. Ég hef fulla trú á því að það verði svona áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum