ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 15:46 Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri KPMG segir að með viðskiptunum verði skerpt á þjónustuframboði hjá KPMG. Aðsend Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG. Þar segir að 80 manns starfi hjá Bókað og að það sinni þjónustu við um tvö þúsund fyrirtæki og stofnanir um land allt. Engar breytingar eru samkvæmt tilkynningu fyrirhugaðar samhliða kaupunum í mannahaldi eða starfsstöðvum Bókað né heldur í þjónustuþáttum gagnvart viðskiptavinum. Framkvæmdastjóri félagsins verður Birna Mjöll Rannversdóttir sem hefur verið sviðsstjóri bókhaldssviðs KPMG til fjölda ára og verið meðeigandi hjá KPMG frá árinu 2015. Um 80 starfa hjá Bókað. „Það er mikilvægt fyrir okkur að geta boðið okkar viðskiptavinum bestu lausnir í bókhalds- og launaþjónustu sem völ er á og þar stendur ECIT AS vel að vígi. Við viljum skerpa á þjónustuframboði KPMG í samræmi við áherslur félagsins á alþjóðavettvangi á sviði endurskoðunar, reikningsskila, ráðgjafar, lögfræði- og skattaþjónustu. Við stefnum að því að sækja enn frekar fram á okkar sérsviði og það er mikilvægt að eiga í samstarfi við öflugt félag á sviði launavinnslu og bókhaldsþjónustu til að geta tryggt viðskiptavinum okkar áfram þjónustu á breiðum grunni,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG. ECIT hefur starfað á Íslandi frá árinu 2023 og hefur áður fjárfest í fjármálaþjónustu og bókhaldsfyrirtækinu Virtus auk smærri eininga á sviði bókhalds- og launaþjónustu. Starfsfólk ECIT á Íslandi mun samtals telja um 110 eftir að kaupin ganga í gegn. „Þessi kaup á Bókað styrkja enn frekar stöðu og þjónustu ECIT í bókhalds- og launaþjónustu á Íslandi. Það er með mikilli ánægju sem við bjóðum viðskiptavini og starfsfólk Bókað velkomin til ECIT,“ segir Peter Lauring, stofnandi og forstjóri ECIT AS. ECIT AS er með yfir 2.500 starfsmenn á yfir hundrað skrifstofum í tíu löndum. Auk bókhalds- og launavinnslu veitir félagið víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni og viðskiptalausna. Árstekjur ECIT samstæðunnar eru um 47 milljarðar króna. Hjá ECIT Virtus starfa ríflega 30 manns á Íslandi sem sinna víðtækri þjónustu við ríflega 1.000 viðskiptavini. Vistaskipti Fjármálafyrirtæki Noregur Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þar segir að 80 manns starfi hjá Bókað og að það sinni þjónustu við um tvö þúsund fyrirtæki og stofnanir um land allt. Engar breytingar eru samkvæmt tilkynningu fyrirhugaðar samhliða kaupunum í mannahaldi eða starfsstöðvum Bókað né heldur í þjónustuþáttum gagnvart viðskiptavinum. Framkvæmdastjóri félagsins verður Birna Mjöll Rannversdóttir sem hefur verið sviðsstjóri bókhaldssviðs KPMG til fjölda ára og verið meðeigandi hjá KPMG frá árinu 2015. Um 80 starfa hjá Bókað. „Það er mikilvægt fyrir okkur að geta boðið okkar viðskiptavinum bestu lausnir í bókhalds- og launaþjónustu sem völ er á og þar stendur ECIT AS vel að vígi. Við viljum skerpa á þjónustuframboði KPMG í samræmi við áherslur félagsins á alþjóðavettvangi á sviði endurskoðunar, reikningsskila, ráðgjafar, lögfræði- og skattaþjónustu. Við stefnum að því að sækja enn frekar fram á okkar sérsviði og það er mikilvægt að eiga í samstarfi við öflugt félag á sviði launavinnslu og bókhaldsþjónustu til að geta tryggt viðskiptavinum okkar áfram þjónustu á breiðum grunni,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG. ECIT hefur starfað á Íslandi frá árinu 2023 og hefur áður fjárfest í fjármálaþjónustu og bókhaldsfyrirtækinu Virtus auk smærri eininga á sviði bókhalds- og launaþjónustu. Starfsfólk ECIT á Íslandi mun samtals telja um 110 eftir að kaupin ganga í gegn. „Þessi kaup á Bókað styrkja enn frekar stöðu og þjónustu ECIT í bókhalds- og launaþjónustu á Íslandi. Það er með mikilli ánægju sem við bjóðum viðskiptavini og starfsfólk Bókað velkomin til ECIT,“ segir Peter Lauring, stofnandi og forstjóri ECIT AS. ECIT AS er með yfir 2.500 starfsmenn á yfir hundrað skrifstofum í tíu löndum. Auk bókhalds- og launavinnslu veitir félagið víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni og viðskiptalausna. Árstekjur ECIT samstæðunnar eru um 47 milljarðar króna. Hjá ECIT Virtus starfa ríflega 30 manns á Íslandi sem sinna víðtækri þjónustu við ríflega 1.000 viðskiptavini.
Vistaskipti Fjármálafyrirtæki Noregur Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira